Erlent

Hátt í 300 fórust í vatnaveðri

Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni-héraði í Pakistan þegar stífla brast þar á föstudag. Fimm hundruð manna er saknað eftir flóðið. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskriðum í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið. Í það minnsta 38 manns létu lífið í snjóflóðum sem féllu í pakistanska hluta Kasmír-héraðs. Snjóflóðin féllu á heimili í tveimur þorpum Neelum dal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×