Erlent

Kynferðislegar aðferðir notaðar

Kvenkyns fangaverðir í fangabúðum Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu notuðu gjarnan kynferðislegar aðferðir við yfirheyrslur á föngum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem enn hefur ekki verið birt opinberlega, en dagblaðið Washington Post greindi frá í gær. Í skýrslunni kemur fram að konurnar hafi ítrekað gert sér far um að brjóta siðareglur múslíma varðandi umgengni við konur við yfirheyrslur á föngum frá Múslimalöndum, í þeim tilgangi að fá frá þeim mikilvægar upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×