Erlent

Dansverk um sjálfsmorð frú Kohls

Þjóðverjar hafa óneitanlega sérstakar aðferðir til að takast á við söguna og nýjasta dæmið um það má berja augum í leikhúsi í Bonn. Hannelore Kohl var eiginkona Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, í sextán ár. Árið 2001 var hún svo aðframkomin af þreytu, veikindum og leiða að hún framdi sjálfsmorð. Í kvöld verður frumsýnt dansverk um ævi og ævilok Hannelore í óperuhúsinu í Bonn. Höfundurinn, Johann Kresnik, segir það að sjálfsögðu ögrandi að setja upp verk um frú Kohl svo skömmu eftir sjálfsvíg hennar, en það sé nauðsynlegt. „Við verðum að vera pólitískari í í leikhúsinu og hafa meiri áhuga á því sem er að gerast í kringum okkur,“ segir Kresnik. Kresnik er einnig höfundur ævisagnaverka um Silviu Plath, Ulrike Meinhof og Fridu Kahlo en allar frömdu þær sjálfsmorð. Verkið um Hannelore hefur vakið hörð viðbrögð og þess hefur verið krafist að það verði aldrei sýnt. Kristilegir demókratar, flokksbræður Helmuts Kohls, beita pólitískum þrýstingi á borgaryfirvöld í Bonn. Engum sögum fer hins vegar af því hvort að verkið þykir gott eða vont.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×