Erlent

Bin Laden hvetur til árása í Írak

Osama bin Laden hvetur fylgismenn sína og skæruliða til að beina athygli sinni að Írak og árásum á olíuleiðslur og -vinnslustöðvar við Persaflóa, samkvæmt afriti af ávarpi hans sem birtist á vefsíðu á Netinu. Bin Laden segir árásir af því tagi vera öflugasta vopnið gegn Bandaríkjunum því þannig megi veikja þau efnahagslega. Olía sé eina ástæða þess að Bandaríkin skipti sér í sífellu af gangi mála í múslímaríkjum og að stoppa verði mesta rán í sögunni. Ávarpið sjálft er einnig á Netinu og segja sérfræðingar allar líkur á því að röddin sem heyrist sé í raun rödd bin Ladens.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×