Erlent

Tómir kjörstaðir í Turkmenistan

Kjörstaðir í Turkmenistan voru nánast tómir þegar kosið var á þing í landinu. Yfirvöld brugðu á það ráð að ganga í hús til þess að fá fólk til að kjósa. Þingið þykir nánast valdalaust og virtist fólki ekki finnast taka því að kjósa. Til þess að kosningarnar séu teknar gildar þurfa 50 prósent þjóðarinnar að kjósa. Enn á eftir að meta hvort kosningarnar verði teknar gildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×