Erlent

Leynifangelsi á Guantanamo

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum, sem taldir eru sérstaklega mikilvægir, í leynifangelsi í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu samkvæmt fréttum Washington Post í morgun. Leyniþjónustan lét byggja sérstaka leynideild innan fangelsisins á Kúbu á þessu ári. Er það sérstaklega girt af með gaddavír og flóðlýst. Mikil leynd liggur yfir starfseminni og er óvíst nákvæmlega hvað er gert við fangana þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×