Erlent

Yukos selt á 600 miljarða

Óþekkt fyrirtæki sem nefnist Baikalfinansgroup keypti Yuganskeneftegaz, dótturfyrirtæki rússneska olíufyrirtækisins Yukos, á uppboði í gær. Kaupverðið var tæplega 600 milljarðar króna og fara peningarnir upp í skattskuldir Yukos sem sagðar eru nema 1.800 milljörðum króna. Yuganskeneftegaz er talið gríðarlega verðmætt fyrirtæki enda framleiðir það um 60 prósent af allri olíu Yukos. Þó að fyrirtækið hafi verið keypt á 600 milljarða telja sumir að það sé þúsund milljarða króna virði. Fyrir fram var búist við því að rússneski jarðgasrisinn Gazprom myndi kaup Yuganskeneftegaz. Gazprom hætti hins vegar við að bjóða í fyrirtækið á síðustu stundu eftir að Deutsche bank og fleiri evrópskar fjármálastofnanir hættu við að veita því lán. Lítið er vitað um Baikalfinansgroup annað en að það er með höfuðstöðvar í borginni Tver í Vestur-Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×