Erlent

170 fangar látnir lausir

Ísraelsk stjórnvöld munu láta 170 palestínska fanga lausa úr fangelsi á næstu dögum. Ástæðan er samkomulag stjórnarinnar og egypska forsetans Hosni Mubarak. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði ákvörðunina vera "góðverk" og sýna "mikla vináttu" í garð egypska forsetans. Engir fangar sem eru í haldi fyrir árásir sem leiddu mögulega til dauða Ísraelsmanna munu látnir lausir. Ísraelsk útvarpsstöð tilkynnti í fyrradag að 120 fanganna væru úr palestínsku Fatah-hreyfingunni og aðrir væru ólöglegir innflytjendur inn í Ísrael.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×