Erlent

Mannfall í áhlaupi Ísraelshers

Tveir Palestínumenn féllu í morgun í áhlaupi Ísraelshers á Gasa-ströndina. Sjö særðust en fjöldi heimila var jafnaður við jörðu. Áhlaupið stendur enn yfir að sögn talsmanna Ísraelshers en tilgangurinn er að finna þá staði sem notaðir hafa verið sem felustaður árásarmanna sem skjóta flugskeytum og sprengjum á landnemabyggðir á Gasa-ströndinni. Vitni segja að tuttugu og fimm skriðdrekar taki þátt í aðgerðinni.  Fyrr í morgun féll byssumaður og átta særðust í skotárás ísraelskra hermanna í Khan Júnis flóttamannabúðunum á Gasa. Skriðdrekar og jarðýtur voru sendir inn í búðirnar eftir að ellefu hermenn særðust þar í átökum. Skotmarkið var, að sögn talsmanna hersins, vopnasmiðja Hamas-liða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×