Erlent

Eignir Júkos verða seldar

Helstu eignir rússneska olíufyrirtækisins Júkos verða seldar á næstunni, samkvæmt því sem rússnesk yfirvöld greindu frá í morgun, þrátt fyrir að bandarískur dómstóll hafi í gær sett lögbann á sölu eigna félagsins í nokkra daga. Rússar segja dómstólinn, sem er í Texas, ekki hafa neina lögsögu í málinu og ætla að halda uppboði á eignunum til streitu, að sögn til að greiða upp skattaskuldir Júkos. Fyrirtækið var í eigu auðjöfursins Kodorkovskís sem stjórnvöldum í Kreml er mjög í nöp við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×