Fleiri fréttir Barist hús úr húsi Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur valdið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru enn í borginni og halda sig innandyra. </font /></b /> 9.11.2004 00:01 Nýr Kennedy í stjórnmálin Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt. 9.11.2004 00:01 Utanríkisstefnan breytist ekki "Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við. 9.11.2004 00:01 Fengu að tala við ættingja sína Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. 9.11.2004 00:01 Farsímar fleiri en heimasímarnir Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. 9.11.2004 00:01 Þeim fjölgar sem fá hæli Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. 9.11.2004 00:01 Til sálfræðings vegna tapsins Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.11.2004 00:01 Arafat við dauðans dyr Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna. 9.11.2004 00:01 Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01 Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01 Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01 Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01 Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01 NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01 Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01 Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01 Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01 Ísöld innan 100 ára Sænskur jarðeðlisfræðingur segir að lítils háttar ísöld kunni að skella á hér á landi á þessari öld samkvæmt reglubundnum veðurfarsbreytingum sem rekja megi til sólarinnar. Hann vísar á bug kenningum um mikla hækkun sjávar vegna bráðnunar jökla og segir menn hafa óþarfaáhyggjur. 8.11.2004 00:01 Kerry einu prósenti yfir John Kerry mælist nú með eins prósentustigs forskot á George Bush í forsetaslagnum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Zogby sem birtist í morgun. Þegar allar kannanir eru teknar saman hefur Bush hins vegar enn forskot í kjörmannaráðinu með 263 kjörmenn á móti 248 kjörmönnum Kerrys. 31.10.2004 00:01 Hóta að drepa starfsmennina Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan segjast drepa þá verði öllum al-Qaeda- og talibana föngum Bandaríkjamanna ekki sleppt fyrir hádegi á miðvikudag. Talsmaður Hers Muslíma, sem er hreyfing mannræningjanna, segir að gíslarnir verði drepnir á þann hátt sem kæta mun Múslimi. 31.10.2004 00:01 Japani tekinn af lífi Enn einn gíslinn hefur verið tekinn af lífi í Írak. Lík 24 ára Japana fannst í Bagdad í gær. Hann var á bakpokaferðalagi og var talinn hafa tekið rútu frá Jórdaníu til Íraks í síðustu viku. Átta bandarískir hermenn létu lífið í árás í Írak gær en þetta er eitthvert mesta mannfall meðal bandaríska setuliðsins í langan tíma. 31.10.2004 00:01 Allt kapp lagt á kjörsókn Svo mjótt er á mununum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum að kosningaþátttakan er talin skipta sköpum. Flokkarnir leggja allt í sölurnar til að tryggja að fólk mæti á kjörstaði. 31.10.2004 00:01 Krefjast þess að her fari á brott Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan krefjast þess að allur erlendur her í landinu hverfi á brott og Sameinuðu þjóðirnar hætti starfsemi sinni. 31.10.2004 00:01 Cherie Blair á móti Bush? Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa. 31.10.2004 00:01 Styttist í árás á Fallujah Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir mjög styttast í allsherjarárás í borginn Fallujah. Allawi segir að ekki sé hægt að bíða lengur með að losa borgina undan heljargreipum hryðjuverkamanna og þar eð friðsamar viðræður hafi engu skilað hingað til, liði ekki á löngu uns gripið verði til annarra og harkalegri aðgerða. 31.10.2004 00:01 Verða að hætta hótunum Yfirvöld í Íran segja að sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum verðin að láta af hótunum gegn Íran. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Írans segir að Bandaríkjamenn ættu að reyna að læra af sögunni og átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að hótanir og fordómar í garð Íran skili engu. 31.10.2004 00:01 Japanar láta ekki hræða sig Japanar ætla ekki að draga her sinn burt frá Írak þó að japanskur ferðamaður hafi verið afhöfðaður í Írak í gær. Koizumi, forsætisráðherra, Japan segir að ekki þýði að láta óttann við ómannlegar grimmdaraðgerðir hryðjuverkamanna yfirvinna baráttuna gegn hryðjuverkum. 31.10.2004 00:01 Arafat segist vel stemmdur Jasser Arafat segist vera í góðu standi eftir ferðina til Parísar, að sögn fjármálaráðherra Palestínu, sem fékk símtal frá Arafat fyrr í dag. Fyrstu rannsóknir á Arafat benda til þess að veikindin sem hrjái hann séu ekki lífshættuleg og þau megi lækna, þó að ekki liggi enn fyrir hvað það er nákvæmlega sem hrjáir leiðtogann aldna. 31.10.2004 00:01 Allt í járnum Mjög jafn er komið á með þeim John Kerry og George Bush samkvæmt flestum könnunum sem birst hafa í dag. Í könnun Í könnunum Reuters og Zogby og ABC og Washington post er fylgið hnífjafnt, en hins vegar sker könnun Newsweek sig nokkuð úr, því samkvæmt henni hefur Bush sex prósentustiga forskot. 31.10.2004 00:01 Engar hótanir hafa borist Þrátt fyrir óvænta innkomu Osama Bin Laden í kosningabaráttuna í gær, segir ráðherra Heimavarnarmála í Bandaríkjunum að engar hótanir hafi borist um hryðjuverk á kjördag. Hann hvetur því Bandaríkjamenn til þess að ganga ósmeykir til kjörklefa á þriðjudaginn. 31.10.2004 00:01 Stál í stál Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum er æsispennandi og ljóst að allt getur gerst á þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Fylgiskannanir Vestanhafs sýna að afar mjótt er á mununum hjá frambjóðendunum tveimur. 31.10.2004 00:01 Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð Hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry......... 31.10.2004 00:01 Afganistan er stríðssvæði Yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins segir samtökin líta á Kabúl og Afhanistan sem stríðssvæði og að íbúar þar geri engan greinarmun á friðargæsluliðum og hermönnum. Yves Daccord, yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins, segir Afganistan allt stríðssvæði. Þar sé hættulegt að vera og starfsmenn rauða krossins fari mjög varlega. 31.10.2004 00:01 Öryggið minnkar Öryggisaðstæður í Kabúl í Afganistan hafa versnað til mikilla muna síðustu vikurnar og útlendingar í borginni eru slegnir. Mannræningjar sem halda þremur gíslum krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi á brott. Að öðrum kosti verði gíslarnir myrtir. 31.10.2004 00:01 Júshtsjenko fékk flest atkvæði Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. 31.10.2004 00:01 Arafat á batavegi Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er á batavegi að sögn talsmanns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að staðhæft er að hann er ekki með hvítblæði. Í gær hringdi hann í samstarfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. 31.10.2004 00:01 Íranar herða baráttuna Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úraníum má nota til framleiðslu kjarnorkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. 31.10.2004 00:01 Stjórnin á hálum ís Spænska stjórnin kann að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræmist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráðgjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. 31.10.2004 00:01 Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01 Hundrað þúsund Írakar látnir Um hundrað þúsund Írakar hafa látist af völdum innrásarinnar í Írak og eftirleiks hennar samkvæmt rannsókn vísindamanna sem læknaritið Lancet greinir frá. 31.10.2004 00:01 Hlýnun jarðar eykst mikið Loftslagsbreytingar eru að mestu af völdum manna samkvæmt nýrri rannsókn sem 300 vísindamenn frá átta ríkjum tóku þátt í. Frá þessu greindi bandaríska dagblaðið The New York Times sem komst yfir skýrsluna sem átti ekki að birta fyrr en í næstu viku, að sögn vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki að hún birtist fyrr en eftir kosningar. 31.10.2004 00:01 Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01 Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. 31.10.2004 00:01 Viljum heim til fjölskyldna okkar "Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar," sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í myndbandi sem afganskir gíslatökumenn sendu til fjölmiðla í gær. Nayan er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gíslatökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi og Shqipe Habibi frá Kosovo. 31.10.2004 00:01 Segja Shell vera óvin fólksins Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verkalýðsfélaga þegar þeir boðuðu allsherjarverkfall um miðjan mánuðinn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. 31.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Barist hús úr húsi Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur valdið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru enn í borginni og halda sig innandyra. </font /></b /> 9.11.2004 00:01
Nýr Kennedy í stjórnmálin Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt. 9.11.2004 00:01
Utanríkisstefnan breytist ekki "Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við. 9.11.2004 00:01
Fengu að tala við ættingja sína Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. 9.11.2004 00:01
Farsímar fleiri en heimasímarnir Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. 9.11.2004 00:01
Þeim fjölgar sem fá hæli Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. 9.11.2004 00:01
Til sálfræðings vegna tapsins Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.11.2004 00:01
Arafat við dauðans dyr Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna. 9.11.2004 00:01
Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01
Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01
Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01
Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01
Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01
NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01
Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01
Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01
Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01
Ísöld innan 100 ára Sænskur jarðeðlisfræðingur segir að lítils háttar ísöld kunni að skella á hér á landi á þessari öld samkvæmt reglubundnum veðurfarsbreytingum sem rekja megi til sólarinnar. Hann vísar á bug kenningum um mikla hækkun sjávar vegna bráðnunar jökla og segir menn hafa óþarfaáhyggjur. 8.11.2004 00:01
Kerry einu prósenti yfir John Kerry mælist nú með eins prósentustigs forskot á George Bush í forsetaslagnum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Zogby sem birtist í morgun. Þegar allar kannanir eru teknar saman hefur Bush hins vegar enn forskot í kjörmannaráðinu með 263 kjörmenn á móti 248 kjörmönnum Kerrys. 31.10.2004 00:01
Hóta að drepa starfsmennina Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan segjast drepa þá verði öllum al-Qaeda- og talibana föngum Bandaríkjamanna ekki sleppt fyrir hádegi á miðvikudag. Talsmaður Hers Muslíma, sem er hreyfing mannræningjanna, segir að gíslarnir verði drepnir á þann hátt sem kæta mun Múslimi. 31.10.2004 00:01
Japani tekinn af lífi Enn einn gíslinn hefur verið tekinn af lífi í Írak. Lík 24 ára Japana fannst í Bagdad í gær. Hann var á bakpokaferðalagi og var talinn hafa tekið rútu frá Jórdaníu til Íraks í síðustu viku. Átta bandarískir hermenn létu lífið í árás í Írak gær en þetta er eitthvert mesta mannfall meðal bandaríska setuliðsins í langan tíma. 31.10.2004 00:01
Allt kapp lagt á kjörsókn Svo mjótt er á mununum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum að kosningaþátttakan er talin skipta sköpum. Flokkarnir leggja allt í sölurnar til að tryggja að fólk mæti á kjörstaði. 31.10.2004 00:01
Krefjast þess að her fari á brott Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan krefjast þess að allur erlendur her í landinu hverfi á brott og Sameinuðu þjóðirnar hætti starfsemi sinni. 31.10.2004 00:01
Cherie Blair á móti Bush? Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa. 31.10.2004 00:01
Styttist í árás á Fallujah Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir mjög styttast í allsherjarárás í borginn Fallujah. Allawi segir að ekki sé hægt að bíða lengur með að losa borgina undan heljargreipum hryðjuverkamanna og þar eð friðsamar viðræður hafi engu skilað hingað til, liði ekki á löngu uns gripið verði til annarra og harkalegri aðgerða. 31.10.2004 00:01
Verða að hætta hótunum Yfirvöld í Íran segja að sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum verðin að láta af hótunum gegn Íran. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Írans segir að Bandaríkjamenn ættu að reyna að læra af sögunni og átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að hótanir og fordómar í garð Íran skili engu. 31.10.2004 00:01
Japanar láta ekki hræða sig Japanar ætla ekki að draga her sinn burt frá Írak þó að japanskur ferðamaður hafi verið afhöfðaður í Írak í gær. Koizumi, forsætisráðherra, Japan segir að ekki þýði að láta óttann við ómannlegar grimmdaraðgerðir hryðjuverkamanna yfirvinna baráttuna gegn hryðjuverkum. 31.10.2004 00:01
Arafat segist vel stemmdur Jasser Arafat segist vera í góðu standi eftir ferðina til Parísar, að sögn fjármálaráðherra Palestínu, sem fékk símtal frá Arafat fyrr í dag. Fyrstu rannsóknir á Arafat benda til þess að veikindin sem hrjái hann séu ekki lífshættuleg og þau megi lækna, þó að ekki liggi enn fyrir hvað það er nákvæmlega sem hrjáir leiðtogann aldna. 31.10.2004 00:01
Allt í járnum Mjög jafn er komið á með þeim John Kerry og George Bush samkvæmt flestum könnunum sem birst hafa í dag. Í könnun Í könnunum Reuters og Zogby og ABC og Washington post er fylgið hnífjafnt, en hins vegar sker könnun Newsweek sig nokkuð úr, því samkvæmt henni hefur Bush sex prósentustiga forskot. 31.10.2004 00:01
Engar hótanir hafa borist Þrátt fyrir óvænta innkomu Osama Bin Laden í kosningabaráttuna í gær, segir ráðherra Heimavarnarmála í Bandaríkjunum að engar hótanir hafi borist um hryðjuverk á kjördag. Hann hvetur því Bandaríkjamenn til þess að ganga ósmeykir til kjörklefa á þriðjudaginn. 31.10.2004 00:01
Stál í stál Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum er æsispennandi og ljóst að allt getur gerst á þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Fylgiskannanir Vestanhafs sýna að afar mjótt er á mununum hjá frambjóðendunum tveimur. 31.10.2004 00:01
Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð Hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry......... 31.10.2004 00:01
Afganistan er stríðssvæði Yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins segir samtökin líta á Kabúl og Afhanistan sem stríðssvæði og að íbúar þar geri engan greinarmun á friðargæsluliðum og hermönnum. Yves Daccord, yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins, segir Afganistan allt stríðssvæði. Þar sé hættulegt að vera og starfsmenn rauða krossins fari mjög varlega. 31.10.2004 00:01
Öryggið minnkar Öryggisaðstæður í Kabúl í Afganistan hafa versnað til mikilla muna síðustu vikurnar og útlendingar í borginni eru slegnir. Mannræningjar sem halda þremur gíslum krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi á brott. Að öðrum kosti verði gíslarnir myrtir. 31.10.2004 00:01
Júshtsjenko fékk flest atkvæði Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. 31.10.2004 00:01
Arafat á batavegi Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er á batavegi að sögn talsmanns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að staðhæft er að hann er ekki með hvítblæði. Í gær hringdi hann í samstarfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. 31.10.2004 00:01
Íranar herða baráttuna Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úraníum má nota til framleiðslu kjarnorkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. 31.10.2004 00:01
Stjórnin á hálum ís Spænska stjórnin kann að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræmist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráðgjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. 31.10.2004 00:01
Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01
Hundrað þúsund Írakar látnir Um hundrað þúsund Írakar hafa látist af völdum innrásarinnar í Írak og eftirleiks hennar samkvæmt rannsókn vísindamanna sem læknaritið Lancet greinir frá. 31.10.2004 00:01
Hlýnun jarðar eykst mikið Loftslagsbreytingar eru að mestu af völdum manna samkvæmt nýrri rannsókn sem 300 vísindamenn frá átta ríkjum tóku þátt í. Frá þessu greindi bandaríska dagblaðið The New York Times sem komst yfir skýrsluna sem átti ekki að birta fyrr en í næstu viku, að sögn vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki að hún birtist fyrr en eftir kosningar. 31.10.2004 00:01
Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01
Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. 31.10.2004 00:01
Viljum heim til fjölskyldna okkar "Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar," sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í myndbandi sem afganskir gíslatökumenn sendu til fjölmiðla í gær. Nayan er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gíslatökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi og Shqipe Habibi frá Kosovo. 31.10.2004 00:01
Segja Shell vera óvin fólksins Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verkalýðsfélaga þegar þeir boðuðu allsherjarverkfall um miðjan mánuðinn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. 31.10.2004 00:01