Erlent

Forsætisráðherra hótar afsögn

Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. Þingmenn samþykktu í síðustu viku að brauð, bækur, mjólk og olía bæru engan virðisaukaskatt en að sautján prósenta virðisaukaskattur legðist á allar aðrar vörur. Þetta er Terzic ósáttur við enda vill hann að allar vörur og þjónusta séu skattlagðar eins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×