Erlent

Fengu að tala við ættingja sína

Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. "Shqipe sagði okkur að hún væri við góða heilsu og að við ættum ekki að hafa áhyggjur af henni. Hún sagði að mannræningjarnir færu ekki illa með hana," sagði Agim Habibi, bróðir Shqipe Habibi, albanskrar konu í haldi gíslatökumanna. Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi hefur einnig haft samband við fjölskyldu sína en Filippseyingurinn Angelito Nayan ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×