Erlent

Veldur keisaraskurður ofnæmi?

Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð. Þau barnanna sem tekin höfðu verið með keisaraskurði voru helmingi líklegri til þess að hafa ofnæmi fyrir kúamjólk á fyrsta ári ævi sinnar og fengu mun fremur meltingartruflanir en þau börn sem fæddust á eðlilegan máta. Talið er að börn sem tekin eru með keisaraskurði þrói seinna með sér rétta flóru baktería í maganum og ónæmiskerfi þeirra þróist á lítið eitt annan hátt en önnur börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×