Erlent

Strippað í fangelsi

Fangavörðum í Hof fangelsinu í suðurhluta Noregs brá í brún þegar þeir litu inn í samkomusal fanganna og sáu nektardansmey stíga dans fyrir fangana. Atvikið átti sér stað á menningarkvöldi sem fangelsisyfirvöld höfðu samþykkt að fangarnir fengju að halda en voru með öllu grunlaus um að þeir réðu sér nektardansmey til að skemmta föngunum. Menningarkvöldið fór rólega af stað þegar einn fanginn sagði brandara, hins vegar færðist fjör í leikinn þegar nektardansarinn steig á svið við mikinn fögnuð. Fanginn sem réði stúlkuna verður látinn útskýra mál sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×