Erlent

Klagið reykingafólkið

Írar eiga að hafa samband við yfirvöld ef þeir verða vitni að því að fólk brýtur lög sem banna reykingar á krám og veitingastöðum. Þetta er upplagið í fimm vikna auglýsingaherferð sem írska tóbaksvarnaeftirlitið hratt í framkvæmd í gær. Reykingabannið tók gildi fyrir sjö mánuðum. Síðan þá hafa óeinkennisklæddir eftirlitsmenn farið á milli kráa og athugað hvort kráareigendur framfylgi lögunum. Bannið hefur verið hunsað á nokkrum krám og hefur það leitt til málsókna og sektargreiðslna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×