Erlent

Verktaki dæmdur fyrir fúsk

Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. Sérfræðingar sögðu að verktakinn Veli Gocer hefði blandað sjávarsandi og steinvölum saman við steypu og notað blönduna til að byggja hús. Saksóknarar kröfðust þess að hann væri dæmdur til sexfaldrar hámarksrefsingar, fimm ára fyrir hvert sex húsa sem hrundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×