Erlent

Breskir sérsveitarmenn til Íraks?

Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak. Þingmenn hafa látið eftir sér hafa, að með þessu sökkvi Bretar dýpra í fenið en eigi helst að vera að kalla sveitir sínar heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×