Erlent

Jeanne kominn til Flórída

Fellibylurinn Jeanne gekk á land á austurströnd Flórída snemma í morgun og hefur þegar valdið töluverðu tjóni. Rafmagnslínur, sem sumar eru nýviðgerðar eftir aðra fellibyli undanfarnar vikur, hafa nú enn og aftur farið í sundur og þök, og reyndar allt lauslegt, fýkur um svæðið. Óttast er að fellibylurinn valdi flóðum meðal annars í Orlandó og Fort Lauderdale. Yfirvöld í Flórída höfðu hvatt um þrjár milljónir manna til að yfirgefa heimili sín en íbúar eru orðnir svo leiðir á þessu endalausa óveðri sem yfir þá hefur gengið að fáir hlýddu þessum tilmælum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×