Erlent

Ísraelar teygja sig til Sýrlands

Bílasprengja grandaði einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært. Bíll Izz Eldine Subhi Sheik Khalil sprakk fyrir utan heimili hans þegar hann reyndi að starta honum.Dreifðist brak bílsins um nágrenni heimilisins. Ísraelska ríkisstjórnin hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingar en talið er að hún hafi fyrirskipað aftökuna. Hún er sú fyrsta á sýrlenskri grundu frá 1997. Þá var reynt að myrða Khaled Mashaal sem stjórnar nú hópi Hamas-liða í Jórdan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×