Erlent

Síðbúin lausn

Egypski klerkurinn Nashaat Ibrahim er laus úr haldi, tveimur árum eftir að dómstóll úrskurðaði hann saklausan af þeim ákærum sem hann var handtekinn fyrir. Ibrahim var einn af 94 mönnum sem voru sakaðir um að hafa stofnað vígasveit sem hafði það að markmiði að ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum. 43 sakborningar voru sýknaðir af ákærum 9. september 2002. Ibrahim var þeirra á meðal en þrátt fyrir það var honum ekki sleppt úr haldi fyrr en á þriðjudag, rúmum tveimur árum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×