Erlent

Gísl biðlaði til Blair

"Herra Blair. Þér er ég ekkert, bara einn af íbúum Bretlands, ekkert meir, með fjölskyldu eins og þú, eins og fjölskyldan þín, eins og börnin þín, strákarnir þínir og konan þín," sagði Kenneth Bigley, breskur gísl í Írak þegar hann leitaði ásjár Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. "Þú getur hjálpað mér, ég veit þú getur hjálpað mér," sagði hann snöktandi. Myndband með Bigley var sett á vefinn í gær. Hann var klæddur í appelsínugulan galla, samskonar galla og fylgismenn Abu Musab al-Zarqawi klæða gísla sína í áður en þeir myrða þá. Tveir Bandaríkjamenn, sem rænt var með Bigley, hafa verið myrtir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×