Erlent

Tveir létust í sjálfsmorðsárás

Tveir létust þegar kona gerði sjálfsmorðsárás nærri vinsælli stoppistöð ferðalanga í Jerúsalem síðdegis, en skammt þar frá er eftirlitsstöð Ísraelshers. 15 slösuðust, þar á meðal börn. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í Jerúsalem í sjö mánuði. Al-Aksa herdeildin, sem er hluti af Fatah-hreyfingu Jassirs Arafats, lýsti tilræðinu á hendur sér. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar muni herja á hryðjuverkamenn af fullum krafti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×