Fleiri fréttir Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9.3.2023 09:55 Asbest fannst í Höfða Asbest hefur fundist í hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni. Unnið er að því að fjarlægja það en engir viðburðir fara nú fram í húsinu vegna þessa. Asbest er heilsuspillandi efni og notkun þess hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 1983. 9.3.2023 09:22 Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. 9.3.2023 08:41 Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 9.3.2023 08:00 Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. 9.3.2023 07:58 Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ 9.3.2023 07:03 Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. 9.3.2023 06:36 Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. 8.3.2023 23:09 Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. 8.3.2023 22:55 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8.3.2023 21:29 Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8.3.2023 21:00 Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum. 8.3.2023 20:32 „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8.3.2023 20:19 Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 8.3.2023 18:40 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 8.3.2023 18:08 Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. 8.3.2023 17:51 Hjalti ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri Hjalti Björn Hrafnkelsson hefur verið ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. 8.3.2023 16:47 „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8.3.2023 16:43 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8.3.2023 16:41 Lýst eftir Gunnari Svan Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár. 8.3.2023 15:44 Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. 8.3.2023 15:27 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8.3.2023 15:20 Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8.3.2023 14:39 Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. 8.3.2023 14:08 Dómi yfir Jóni Baldvini ekki haggað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna dóms Landsréttar yfir honum fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8.3.2023 13:48 Til í að taka áhættu með lyfið: „Ég hef ekki miklu að tapa“ Það eru tvö ár síðan kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn. Helga hefur lengi reynt að fá aðgang að lyfjum við sjúkdómnum en án árangurs. Nú eru jákvæð teikn á lofti en hún stígur varlega til jarðar. 8.3.2023 12:33 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8.3.2023 12:25 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8.3.2023 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara sem ætlað er að binda enda á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 8.3.2023 11:26 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8.3.2023 11:25 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8.3.2023 11:22 Kjartan Páll nýr formaður Strandveiðifélags Íslands Kjartan Páll Sveinsson, strandveiðimaður og félagsfræðingur, var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn sunnudag. 8.3.2023 11:16 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8.3.2023 10:54 Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu að ljúka Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýkur klukkan 10 í dag. Reikna má með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði kynnt fljótlega eftir að atkvæðagreiðslu lýkur. 8.3.2023 08:22 Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. 8.3.2023 07:01 „Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“ „Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. 8.3.2023 06:41 Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8.3.2023 06:39 Gat ekki borgað fyrir gistingu á hóteli og átti ekki í önnur hús að venda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá hótelstarfsmönnum í borginni í gær vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var að reyna að greiða fyrir gistingu án árangurs. 8.3.2023 06:20 Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. 7.3.2023 23:09 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7.3.2023 22:20 Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7.3.2023 21:23 Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7.3.2023 21:12 Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7.3.2023 20:48 Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. 7.3.2023 20:16 Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7.3.2023 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9.3.2023 09:55
Asbest fannst í Höfða Asbest hefur fundist í hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni. Unnið er að því að fjarlægja það en engir viðburðir fara nú fram í húsinu vegna þessa. Asbest er heilsuspillandi efni og notkun þess hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 1983. 9.3.2023 09:22
Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. 9.3.2023 08:41
Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 9.3.2023 08:00
Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. 9.3.2023 07:58
Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ 9.3.2023 07:03
Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. 9.3.2023 06:36
Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. 8.3.2023 23:09
Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. 8.3.2023 22:55
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8.3.2023 21:29
Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8.3.2023 21:00
Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum. 8.3.2023 20:32
„Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8.3.2023 20:19
Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 8.3.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 8.3.2023 18:08
Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. 8.3.2023 17:51
Hjalti ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri Hjalti Björn Hrafnkelsson hefur verið ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. 8.3.2023 16:47
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8.3.2023 16:43
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8.3.2023 16:41
Lýst eftir Gunnari Svan Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár. 8.3.2023 15:44
Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. 8.3.2023 15:27
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8.3.2023 15:20
Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8.3.2023 14:39
Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. 8.3.2023 14:08
Dómi yfir Jóni Baldvini ekki haggað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna dóms Landsréttar yfir honum fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8.3.2023 13:48
Til í að taka áhættu með lyfið: „Ég hef ekki miklu að tapa“ Það eru tvö ár síðan kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn. Helga hefur lengi reynt að fá aðgang að lyfjum við sjúkdómnum en án árangurs. Nú eru jákvæð teikn á lofti en hún stígur varlega til jarðar. 8.3.2023 12:33
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8.3.2023 12:25
Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8.3.2023 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara sem ætlað er að binda enda á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 8.3.2023 11:26
Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8.3.2023 11:25
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8.3.2023 11:22
Kjartan Páll nýr formaður Strandveiðifélags Íslands Kjartan Páll Sveinsson, strandveiðimaður og félagsfræðingur, var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn sunnudag. 8.3.2023 11:16
Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8.3.2023 10:54
Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu að ljúka Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýkur klukkan 10 í dag. Reikna má með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði kynnt fljótlega eftir að atkvæðagreiðslu lýkur. 8.3.2023 08:22
Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. 8.3.2023 07:01
„Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“ „Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. 8.3.2023 06:41
Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8.3.2023 06:39
Gat ekki borgað fyrir gistingu á hóteli og átti ekki í önnur hús að venda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá hótelstarfsmönnum í borginni í gær vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var að reyna að greiða fyrir gistingu án árangurs. 8.3.2023 06:20
Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. 7.3.2023 23:09
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7.3.2023 22:20
Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7.3.2023 21:23
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7.3.2023 21:12
Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7.3.2023 20:48
Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. 7.3.2023 20:16
Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7.3.2023 20:01