Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7.3.2023 13:52 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7.3.2023 13:27 Þjóðskjalasafn vanti fjármagn eigi það að taka við starfsemi Borgarskjalasafns Borgarstjórn mun í dag ákveða hvort Borgarskjalasafn verði lagt niður. Til umræðu hefur komið að sameina safnið Þjóðskjalasafni og hefur þjóðskjalavörður óskað eftir fundi hjá ráðuneytinu vegna umfangsins. Við blasi að talsvert meira fjármagn þurfi til Þjóðskjalasafns eigi það að taka við verkefninu. 7.3.2023 13:00 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7.3.2023 12:50 Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7.3.2023 12:31 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7.3.2023 12:25 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stöðuna á sjúkraflugi hér á landi. 7.3.2023 11:34 Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. 7.3.2023 10:45 Jóhannes Nordal er látinn Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri. 7.3.2023 07:10 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7.3.2023 07:01 Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7.3.2023 06:55 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7.3.2023 06:31 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6.3.2023 22:22 Öflugur skjálfti við Herðubreið Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í um fjögurra kílómetra fjarlægð norð-norð-austur af Herðubreið klukkan 20:20 í kvöld. 6.3.2023 21:46 Dómurinn algjört ippon fyrir SA Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. 6.3.2023 21:35 Sérstöku landsteymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum. 6.3.2023 21:12 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6.3.2023 20:10 Engin formleg leit hafin á Eskifirði Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða. 6.3.2023 19:02 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6.3.2023 18:34 Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar. 6.3.2023 18:18 Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6.3.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið. 6.3.2023 18:04 Lýsir algjöru úrræðaleysi sem foreldri barns með átröskun Arna Pálsdóttir, lögfræðingur og móðir, kallar eftir hugarfarsbreytingu til geðraskana og heilbrigðiskerfi sem veiti barni hennar nauðsynlega þjónustu. Barn hennar glímir við átröskun. 6.3.2023 16:38 Árekstur á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu Nokkuð harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu á fjórða tímanum í dag. Engum virðist hafa orðið alvarlega meint af. 6.3.2023 16:06 Íslensk kona dæmd í fangelsi í stóru Oxycontin-máli í Finnlandi 32 ára gömul íslensk kona hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í Finnlandi fyrir dreifingu á ópíóðalyfinu Oxycontin. Þyngsta refsingin í málinu hljóðaði upp á rúmlega fimm ára fangelsi. 6.3.2023 15:37 Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6.3.2023 15:15 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6.3.2023 14:14 MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu. 6.3.2023 13:46 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6.3.2023 13:37 „Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“ Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir. 6.3.2023 13:32 Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6.3.2023 13:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6.3.2023 12:15 Í farbanni grunaður um gróft kynferðisbrot gegn konu í bíl Karlmaður sem breytti flugmiða sínum í því skyni að komast fyrr úr landi eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun þarf að sæta farbanni til 28. mars. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð úr héraði þess efnis. 6.3.2023 12:06 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Lindarhvols en síðar í dag verður tekist á um það á Alþingi hvort þingmenn fái að leggja fram fyrirspurnir til forseta Alþingis um málið. 6.3.2023 11:34 Halda áfram leitinni að Stefáni Arnari í dag Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni verður haldið áfram síðdegis í dag. Litlar vísbendingar hafa borist lögreglu vegna málsins. 6.3.2023 11:01 Hafa rætt við alla aðila máls vegna hnífstungu í Glæsibæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af öllum sem tengjast hnífstunguárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík á laugardag. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum vegna málsins. 6.3.2023 10:44 Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. 6.3.2023 09:31 Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni 6.3.2023 09:01 Bein útsending: Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stendur fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu á Íslandi sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 9 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ávörpum í beinu steymi í spilara að neðan. 6.3.2023 08:38 Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6.3.2023 07:00 Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6.3.2023 06:48 Helmingi minna greitt út í fyrra en árið á undan Sjötíu og fjórir umsækjendur fengu endurgreiðslu í fyrra vegna hljóðritunar á tónlist, samtals 27 milljónir króna en árið 2021 voru greiddar út 56 milljónir króna. 6.3.2023 06:30 „Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. 5.3.2023 23:27 Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. 5.3.2023 22:16 „Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. 5.3.2023 19:29 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7.3.2023 13:52
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7.3.2023 13:27
Þjóðskjalasafn vanti fjármagn eigi það að taka við starfsemi Borgarskjalasafns Borgarstjórn mun í dag ákveða hvort Borgarskjalasafn verði lagt niður. Til umræðu hefur komið að sameina safnið Þjóðskjalasafni og hefur þjóðskjalavörður óskað eftir fundi hjá ráðuneytinu vegna umfangsins. Við blasi að talsvert meira fjármagn þurfi til Þjóðskjalasafns eigi það að taka við verkefninu. 7.3.2023 13:00
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7.3.2023 12:50
Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7.3.2023 12:31
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7.3.2023 12:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stöðuna á sjúkraflugi hér á landi. 7.3.2023 11:34
Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. 7.3.2023 10:45
Jóhannes Nordal er látinn Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri. 7.3.2023 07:10
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7.3.2023 07:01
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7.3.2023 06:55
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7.3.2023 06:31
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6.3.2023 22:22
Öflugur skjálfti við Herðubreið Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í um fjögurra kílómetra fjarlægð norð-norð-austur af Herðubreið klukkan 20:20 í kvöld. 6.3.2023 21:46
Dómurinn algjört ippon fyrir SA Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. 6.3.2023 21:35
Sérstöku landsteymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum. 6.3.2023 21:12
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6.3.2023 20:10
Engin formleg leit hafin á Eskifirði Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða. 6.3.2023 19:02
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6.3.2023 18:34
Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar. 6.3.2023 18:18
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6.3.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið. 6.3.2023 18:04
Lýsir algjöru úrræðaleysi sem foreldri barns með átröskun Arna Pálsdóttir, lögfræðingur og móðir, kallar eftir hugarfarsbreytingu til geðraskana og heilbrigðiskerfi sem veiti barni hennar nauðsynlega þjónustu. Barn hennar glímir við átröskun. 6.3.2023 16:38
Árekstur á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu Nokkuð harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu á fjórða tímanum í dag. Engum virðist hafa orðið alvarlega meint af. 6.3.2023 16:06
Íslensk kona dæmd í fangelsi í stóru Oxycontin-máli í Finnlandi 32 ára gömul íslensk kona hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í Finnlandi fyrir dreifingu á ópíóðalyfinu Oxycontin. Þyngsta refsingin í málinu hljóðaði upp á rúmlega fimm ára fangelsi. 6.3.2023 15:37
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6.3.2023 15:15
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6.3.2023 14:14
MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu. 6.3.2023 13:46
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6.3.2023 13:37
„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“ Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir. 6.3.2023 13:32
Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6.3.2023 13:13
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6.3.2023 12:15
Í farbanni grunaður um gróft kynferðisbrot gegn konu í bíl Karlmaður sem breytti flugmiða sínum í því skyni að komast fyrr úr landi eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun þarf að sæta farbanni til 28. mars. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð úr héraði þess efnis. 6.3.2023 12:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Lindarhvols en síðar í dag verður tekist á um það á Alþingi hvort þingmenn fái að leggja fram fyrirspurnir til forseta Alþingis um málið. 6.3.2023 11:34
Halda áfram leitinni að Stefáni Arnari í dag Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni verður haldið áfram síðdegis í dag. Litlar vísbendingar hafa borist lögreglu vegna málsins. 6.3.2023 11:01
Hafa rætt við alla aðila máls vegna hnífstungu í Glæsibæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af öllum sem tengjast hnífstunguárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík á laugardag. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum vegna málsins. 6.3.2023 10:44
Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. 6.3.2023 09:31
Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni 6.3.2023 09:01
Bein útsending: Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stendur fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu á Íslandi sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 9 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ávörpum í beinu steymi í spilara að neðan. 6.3.2023 08:38
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6.3.2023 07:00
Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6.3.2023 06:48
Helmingi minna greitt út í fyrra en árið á undan Sjötíu og fjórir umsækjendur fengu endurgreiðslu í fyrra vegna hljóðritunar á tónlist, samtals 27 milljónir króna en árið 2021 voru greiddar út 56 milljónir króna. 6.3.2023 06:30
„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. 5.3.2023 23:27
Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. 5.3.2023 22:16
„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. 5.3.2023 19:29