Fleiri fréttir

„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“
Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg.

Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá
Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar.

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins
Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni
Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð.

Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn
Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til.

Thomas er fundinn
Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi.

Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur
Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun.

Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“
Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga.

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verða málefni Sjúkratrygginga ríkisins til umræðu, kjaramálin eins og síðustu daga og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, svo nokkuð sé nefnt.

Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar
Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær.

Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ
Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa.

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin
Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag.

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“
Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið
„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“

Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi.

Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum
Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu.

Hani, krummi, hundur, svín sem borðar ís
Svín sem borðar ís, gamalt fólk, ólíklegir vinir og frægar nöfnur. Óhætt er að segja að Magnús Hlynur hafi fært okkur margar jákvæðustu og skemmtilegustu fréttir ársins. Hér er farið yfir nokkur gullkorn.

Segir lögregluembættin ekki hafa sinnt skráningu og eyðingu gagna
Í nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á síðasta ári eru lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar harðlega gagnrýnd fyrir meðferð og vörslu upplýsinga.

Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi
Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun.

Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum
„Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi.

Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar
Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar.

„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“
„Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi.

Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn
Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

Ekki tímabært að ræða frekari styttingu
Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun.

Lögreglan rannsakar stunguárás í miðbænum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í dag tilkynning um einstakling sem hafði verið stunginn í hverfi 101. Einstaklingurinn reyndist vera með áverka á höndum og fótum.

Fundað eftir hádegi á morgun og fram eftir degi
Samninganefndir VR, iðnaðar- og tæknimanna ásamt Landssambandi íslenskra verslunarmanna munu funda með Samtökum atvinnulífsins á morgun klukkan 13:15 og fram eftir degi.

Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt
Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann BHM í beinni útsendingu.

Leitað fram á kvöld að skipverjanum
Leit að skipverjanum á Sighvati GK-57 sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðsskaga heldur áfram fram á kvöld.

Gera ráð fyrir að aðstoða tvö þúsund heimili fyrir jólin: „Þetta er þungur róður fyrir marga“
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvö þúsund heimili leiti til þeirra fyrir jólin en um er að ræða ívið meiri fjölda en á fyrri árum. Ljóst sé að staðan í samfélaginu reynist mörgum erfið og er róðurinn þungur víða.

„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“.

Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra
Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins.

Öryggismyndavélar um borð en engin upptaka af slysinu
Leitin að skipverjanum sem féll frá borði við Garðskagavita á laugardag hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum segir að öryggismyndavélar hafi verið um borð en myndbandsupptaka sé ekki til af slysinu.

Jón Björn ekki vanhæfur til að ræða og greiða atkvæði um eigin ráðningu
Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ekki vanhæfur til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn og greiða atkvæði um ráðningu á sér sjálfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins.

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur
Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum.

Hefðu átt að fara sér hægar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri.

„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu.

Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR
Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun.

Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða
Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann.

Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum
Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum.

Guðjón Bjarni er sjálfboðaliði ársins
Guðjón Bjarni Eggertsson var valin sjálfboðaliði ársins af samtökunum Almannaheill. Verðlaunin voru veitt á degi sjálfboðaliðans sem er haldinn árlega þann 5. desember.

Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð
Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina.