Fleiri fréttir

Tæp­lega þrjá­tíu verið hand­tekin en tveggja enn leitað

Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 

Lög­reglan kalli ekki eftir for­virkum rann­sóknar­heimildum

Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 

Spilar á 20 kílóa hljóðfæri í tveimur lúðrasveitum

Það er heilmikil vinna og fyrirhöfn hjá 15 ára strák í Kópavogi að koma sér á lúðrasveitaæfingu í þeim tveimur lúðrasveitum, sem hann spilar með, því hljóðfærið hans er það allra stærsta í lúðrasveitum, eða túba. Hljóðfærið vegur um 20 kíló.

Hæsti stiga­bíll landsins „al­gjör bylting“

Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rúðubrot á heimili þriggja barna þungaðrar móður og alvarleg líkamsárás á 17 ára dreng eru á meðal afleiðinga stigvaxandi átaka tveggja hópa í undirheimum. Dómsmálaráðherra segir átökin grafalvarleg og boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Hlaut viður­kenningu fyrir ó­bilandi trú sína á ungu fólki

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember.

Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir

Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera.

Hannes verður fyrsti sendi­herra Ís­lands í Var­sjá

Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu.

97 fíkniefnabrot í október

Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022.

Lög­regla man ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum í undir­heimum

Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn segir það vel þekkt að hópar í undir­heimum hóti fjöl­skyldu­með­limum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum og hafa myndast í kring um hnífs­tungu­á­rásina á Banka­stræti Club. Fjöl­skyldu­með­limir mannanna sem hafa verið hand­teknir grunaðir um á­rásina hafa sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

Enn ekkert spurst til Frið­finns: Leitar­svæðið stækkað

Enn hefur ekkert spurst til hins 42 ára gamla Friðfinns Frey Kristinssonar sem saknað hefur verið í tíu daga. Samkvæmt varðstjóra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór fram fjölmenn leit á laugardaginn sem bar engan árangur.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um árásina í Bankastræti Club á dögunum, niðurstöðu COP27 ráðstefnunar í Egyptalandi og verkefnið Römpum upp Reykjavík sem náði merkisáfanga í morgun.

Boðar stríð gegn skipu­lagðri brota­starf­semi

Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna.

Óvelkomnir í annarlegu ástandi neita að fara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi þar sem menn í annarlegu ástandi neituðu að yfirgefa staði þar sem þeir voru óvelkomnir. Þá barst henni einnig tilkynning um líkamsárás á veitingastað.

Gekk sár­kvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs

Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar.

Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum

Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur

Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi

Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu.

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Bana­slysið setur svip sinn á minningar­daginn

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag.

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb samgönguslysa sem fer fram í dag. Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum. 

Taldir hafa flúið land

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna

Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.

Bana­slys á Baróns­stíg

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Menningin blómstrar á Skagaströnd

Eitt elsta hús Skagastrandar, Bjarmanesi hefur nú verið breytt í menningar- og samveruhús, en í húsinu hefur meðal annars verið barnaskóli, verslun og lögreglustöð.

Sneri alltaf aftur á lögreglustöðina

Ökumaður sem stöðvaður var í Breiðholti vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna virðist ekki hafa verið á þeim buxunum að yfirgefa lögreglustöðina í Kópavogi að lokinni sýnatöku í gær.

Sjá næstu 50 fréttir