Fleiri fréttir

Lygasögurnar það allra versta

Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið.

Banaslys við Kirkjufell

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu.

„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin

Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Málið vakti mikla athygli í dag en við ræðum við mæðgurnar í kvöldfréttum.

Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 

Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni

Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 

Vís­bendingar um að ein­elti hafi aukist eftir Co­vid

Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid.

Bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar sækist eftir ritara­em­bættinu

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs.

Anna María hlaut Hug­rekkis­viður­kenningu Stíga­móta

Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta í ár. Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði að tveir íslenskir karlmenn, annar þjóðþekktur, hefðu nauðgað sér árið 2010.

„Al­var­leg van­ræksla og mis­tök“ hjúkrunar­heimilis í að­draganda and­láts manns

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málsmeðferð embættis landlæknis í máli þar sem aðstandandur látins manns kvörtuðu til landlæknis vegna meðferðar sem manninum hafi verið veitt á hjúkrunarheimili síðasta rúma ár ævi hans. Embætti landlæknis hafði komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg vanræksla og mistök“ hefðu átt sér stað þegar manninum var veitt heilbrigðisþjónusta, mánuðina fyrir andlátið.

Út­lendinga­frum­­varp Jóns situr fast í þing­flokki Sjálf­­stæðis­­flokksins

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu.

Hvert er eiginlega „pointið“?

Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf.

Bein út­sending: Maður, manneskja, man eða menni?

Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kyn­hlut­lausri merkingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Breytingar á útlendingalögum, hrottalegt einelti í Hafnarfirði, sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar og matvælaverð verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hin hrossin send aftur til eig­enda

Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi.

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Strákar á speglinum til­kynna ein­elti

Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar.

Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin

Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga.

Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi

Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið.

Samþykkja að styrkja rafíþróttir

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna.

Stóra kókaínmálið komið til saksóknara

Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 

Tvö­falda þarf orku­fram­leiðsluna vegna orku­skiptanna

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum.

Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót

Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli.

Vill kanna hvort borgin geti haldið úti nætur­strætó innan borgar­markanna

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna.

Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu.

Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði

Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey.

Sjá næstu 50 fréttir