Fleiri fréttir

Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær.

Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð
Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð.

Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið
Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands.

Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins
Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina í dönsku verslunarmiðstöðinni Field's sem gerð var í gær þar sem þrír létu lífið og fjórir særðust. Við heyrum meðal annars í sendiherra Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingi sem starfar í verslunarmiðstöðinni.

Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands
Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu.

Eins árs fangelsi fyrir smygl á lítra af amfetamínbasa
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir að hafa reynt að smygla tæpum lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa til Íslands með flugi frá Varsjá. Maðurinn hafði samþykkt að flytja efnið til landsins gegn greiðslu.

Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum
Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“

Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum
Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð.

Maður sagður hafa staðið á öskrinu í Grafarvogi
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu.

Allt bendi til að það verði erfiðara að klára þetta kjörtímabil en síðasta
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að minnka og mælist flokkurinn nú með sögulega lágt fylgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir Vinstri græn gjalda fyrir stjórnarsamband við Sjálfstæðisflokkinn. Langt er á milli flokkanna þegar kemur að ýmsum málefnum, annað en í Covid.

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli í Ölfusi
Fjölmenni kom saman í útimessu í Arnarbæli í Ölfusi í dag í góðu veðri. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Boðið var upp á messukaffi í lok guðsþjónustunnar.

Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir.

Haförn sást í Mjóafirði
Fjölskylda sá til hafarnar í Mjóafirði á leið þeirra til Þingeyrar. Ljósmyndarinn Helen María Björnsdóttir náði nokkrum frábærum myndum af fuglinum.

Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna
Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni.

Segjast ekki hafa brugðist illa við ákvörðun Þróttara
Mótsstjórn N1-mótsins segist lítið hafa getað gert þegar Þróttarar neituðu að spila leik gegn FH í lokaleik þeirra í gær. Tilkynning um ákvörðunina hafi borist þeim seint og bitni helst á leikmönnunum.

Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár
Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“

Sprengisandur: Efnahagsmál heimsins og kynvitund
Heimir Karlsson sér um Sprengisand í dag í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar.

Nóg af lausum plássum í leikskólanum í Neskaupstað
Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í Neskaupstað auglýsir eftir fleiri börnum í leikskóla staðarins því þar sé nóg af lausum plássum. Leikskólinn er í nýju og glæsilegu húsnæði fyrir 120 börn.

Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt
Alls voru 87 mál skráð í gærkvöldi og nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu í fangageymslu í nótt en tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar.

Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði
Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi.

VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent
Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá.

Mættu ekki til leiks á N1 mótinu: „Hlutir sem eiga ekkert skylt við fótbolta“
Eitt af liðum Þróttar á N1 mótinu á Akureyri mætti ekki til síðasta leiks liðsins gegn liði FH þar sem keppa átti um 5. sætið. Þróttarar segja ábyrgðaraðila hafa brugðist þegar leikir FH liðsins fóru úr böndunum en yfirmaður knattspyrnumála hjá FH er óánægður með hvernig leyst var úr málinu.

Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“
Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum.

LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni
Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði.

Árni Gunnarsson látinn
Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags.

„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“
Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið.

Fólk gleymi þreytunni í gleðinni
Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni.

Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna
Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum.

Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar.

Hlýtt í veðri í dag
Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað.

Sjö handteknir fyrir að aka undir áhrifum og einn reyndi að flýja
Lögreglan sinnti nokrum verkefnum á kvöldvaktinni í gær en þar fór mikið fyrir ökumönnum sem voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. Þá áttu sér stað sjö umferðaróhöpp og þrír gistu fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Arnór skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“
Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt.

Bruni í Grafarholti
Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti.

Fáskrúðsfirðingar eru í skýjunum með nýja Hoffellið
Mikil ánægja er á Fáskrúðsfirði með nýjasta skipið í bæjarfélaginu, uppsjávarskipið Hoffell, sem Loðnuvinnslan var að kaupa en það var smíðað í Danmörku. Hoffellið er nú á makrílveiðum fram í september.

Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku
Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi.

Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann
Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum
Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Steingerði sagt upp sem ritstjóra Vikunnar
Steingerði Steinarsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem ritstjóra Vikunnar. Skipulagsbreytingar eru væntanlegar hjá Birtíngi, útgáfufélagi tímaritsins.

Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund
Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum heyrum við í forseta Alþingis og formanni Dómararafélagsins vegna ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að 260 æðstu embættismenn ríkisins endurgreiði samanlagt um 105 milljónir króna sem þeir fengu í ofgreidd laun á undanförnum þremur árum. Formaður Dómarafélagsins segir kröfuna ólöglega en fjármálaráðherra segir það vera auman málflutning hjá þeim sem telji óeðlilegt að endurgreiða það sem ofgreitt hafi verið úr sjóðum almennings.

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Gera allt til að vinna úr aðstæðunum
Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum.

Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum
Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna.