Fleiri fréttir

Hvetja Íslendinga í Osló til að láta vita af sér

Íslenska sendiráðið í Osló hvatti Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér í morgun. Tveir voru skotnir til bana í mögulegri hryðjuverkaárás í skemmtanahverfi Oslóar í nótt.

Met­fjöldi braut­skráðra frá Há­skóla ís­lands

Háskóli Íslands brautskráir 2.594 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag, aldrei hafa fleiri verið brautskráðið. Í fyrsta skipti í tvö ár munu vinir og vandamenn brautskráðra mega mæta á athöfnina en hún verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.

Handlék hníf innan um hóp ungmenna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis.

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang

Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Ekki bara minni­hlutar í fýlu­kasti

Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.

Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum

Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum.

Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“

Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. 

Ketilkaffi á Skógardeginum mikla í Hallormsstað

Það verður mikið um að vera í Hallormsstaðarskógi í Fljótsdal á morgun laugardag, því Skógardagurinn mikli fer þá fram. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, svo ekki sé minnst á ketilkaffið, sem boðið verður upp á að skógarmannasið.

Framsókn fer enn með himinskautum

Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade.

Breytti framburði um sofandi brotaþola

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum áhrifa lyfja og svefndrunga.

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjón­varpi Símans Premium

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið.

„Kristján Loftsson búinn að einangrast“

Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær.

Gert að fyrsta hvalnum í hvalstöðinni í morgun

Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn enn og aftur til umfjöllunar en veiran virðist síður en svo dauð úr öllum æðum og hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað talsvert.

Róbert Downey látinn

Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson er látinn 76 ára að aldri. 

Kristinn skipaður dómari við Land­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Kristins Halldórssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, í embætti dómara við Landsrétt frá 22. september 2022.

Play fagnar ári í há­loftunum

Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.

Rangt að leggja um­ræðuna upp að sveitar­stjórar séu af­ætur á ís­lensku sam­fé­lagi

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin.

Ríkið viðurkennir brot í fjórtán málum hjá MDE

Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt.

Skaðleg efni leynast víða

Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum.

Stór skjálfti í Langjökli

Klukkan 22:12 varð skjálfti af stærð 4,6 í Langjökli, um ellefu kílómetra norður af Hagajökli. Síðast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015.

Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða

Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum.

„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“

Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 

Þetta eru heitustu pottarnir á höfuð­borgar­svæðinu

Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna.

Létt yfir Lækjargötu eftir niðurrif

Það hefur létt mikið yfir Lækjargötunni eftir að svört grindverk og hindranir voru fjarlægðar. Gatan á hins vegar eftir að taka enn meiri stakkaskiptum á komandi árum þegar fyrsta áfanga borgarlínu verður lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir vísbendingar um að fólk hiki síður við að beita skotvopnum á almannafæri.

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.

Mann­ekla veldur ó­fremdar­á­standi um allan heim

Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim.

Of há laun fyrir lítið bæjar­fé­lag í fjár­hags­erfið­leikum

Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði.

„Fólki er vissu­lega brugðið yfir þessu“

Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.