Fleiri fréttir

Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar

Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda.

Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn.

Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálf­boða­liða­ferli

Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu.

Um­sóknir um al­þjóð­lega vernd aldrei verið fleiri

Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun.

Mun skoða hvort æski­legt sé að virkja í frið­landi

Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra úti­lokar ekki að hann muni breyta frið­lýsingar­skil­málum í Vatns­firði til að hægt verði að virkja þar. Hug­myndin er eitur í beinum sumra þing­manna Vinstri grænna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjölda hælisumsókna til Íslands sem hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist að mestu leyti af stríðinu í Úkraínu.

Blóð­mera­bóndi gefst upp á barningnum

Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum.

„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“

Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 

Mikil ásókn í að greiða at­kvæði utan kjör­fundar

Spennan magnast í kosningabaráttunni nú þegar innan við einn og hálfur sólarhringur er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu. Fleiri hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar en fyrir síðustu kosningar og búist er við að fjölmargir greiði atkvæði á morgun.

„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“

Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu.

Fluttur á slysa­deild eftir mótor­hjóla­slys

Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu. 

Nú­verandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúk­linga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu.

Broskarlar og hakakross gera atkvæðið ógilt

Broskarl í stað X-ins á atkvæðaseðilinn á laugardag er ekki góð hugmynd ef atkvæðið á að telja. Dæmi eru um atkvæðaseðla í kjörkössum sem heftir hafa verið saman við blaðagreinar. 

Hol­óttir vegir plaga kjós­endur á Akra­nesi

Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra.

Geir Ólafs með óhefðbundin skilaboð til kjósenda

Fréttastofa fór á stúfana í dag á nokkrar kosningaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu og þar gat að líta allt frá djögglandi frambjóðendum sem í örvæntingu sinni reyna að komast inn í borgarstjórn og til Geirs Ólafssonar, sem sló tóninn með áhrifaríku tóndæmi.

Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á

Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Spennan magnast þegar aðeins einn og hálfur sólarhringur er í að landsmenn gangi að kjörborðinu. Margir hafa þegar greitt atkvæði. Við ræðum við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Fólks­fjölgun í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár

Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum.

Bitist um borgina í hörðum kappræðum

Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni.

Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum

Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa.

Ís­land upp um fimm sæti á Regn­boga­korti Evrópu

Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogakappræðurnar sem fram fóru á Stöð2 í gærkvöldi en þar mættust oddvitar flestra þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum um næstu helgi.

Vonar að konan taki því fagnandi að sjá meira af honum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum.

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Sam­veru­stund með stjörnu­spekingi breyttist í mar­tröð

Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát.

Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð

Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana.

Skóla­mál ofar­lega á blaði í Reykja­nes­bæ

Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna.

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum

Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu.  Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Grunaður um nauðgun, ráns­til­raunir og líkams­á­rásir

Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um mörg brot á undanförnum vikum, þar á meðal nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mótorhjólaslys í Laugardal

Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir