Fleiri fréttir

Skjálfti í Vatnajökulsþjóðgarði

Enn einn jarðskjálftinn reið yfir í morgun, að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 3,1 stig sem átti upptök sín um sex kílómetrum vest- suðvestur af Dreka í Vatnajökulsþjóðgarði.

Líkamsárás og eignaspjöll á bifreiðum

Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ein tilkynning barst um líkamsárás og var gerandinn handtekinn á vettvangi. Þá bárust tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum og bæði mál eru í rannsókn hjá lögreglu.

Arna Schram látin

Arna Schram, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, lést á Landspítalanum í gær, 53 ára að aldri.

Vindurinn veldur vand­ræðum á Kefla­víkur­flug­velli

Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 

Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum

Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni.

Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði

Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar.

Net­­þrjótarnir náðu af­riti af Þjóð­skrá frá Strætó

Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum. 

LRH hættir ekki á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.

Spítalinn þoli ekki tvo daga í við­bót í ó­breyttu á­standi

Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag.

„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“

Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. 

Boða til upp­lýsinga­fundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarástandi almannavarna var lýst yfir síðdegis í dag vegna stöðu faraldursins hér á landi. Ráðamenn segja tvo erfiða mánuði framundan og sóttvarnalæknir er harðorður og segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. 

Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst.

Segir stefna í al­gjört neyðar­á­stand með ó­breyttri þróun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans.

„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“

„Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“

Bindur vonir við að hjarðó­næmi náist á næstu vikum eða mánuðum

Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 

1.191 greindist innan­lands í gær

1.191 greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um nýjustu sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að ríkisstjórnarfundi verði lokið í tíma.

Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali

Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun.

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

39 nú á Land­spítala með Co­vid-19

39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.

Skúli vill þriðja sætið

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir