Fleiri fréttir Þrumur og eldingar á Vestfjörðum Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón. 16.12.2021 19:36 Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. 16.12.2021 19:20 Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16.12.2021 19:20 Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. 16.12.2021 19:01 Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16.12.2021 18:45 Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16.12.2021 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að sveitarfélagið Vogar er eina sveitarfélagið á Reykjanesi sem stendur í vegi fyrir lagningu Suðurlínu 2 í loftlínu. Hafin er undirbúningur á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að línan verði lögð í jörð. 16.12.2021 18:01 Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. 16.12.2021 17:53 Raggagarður fær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Vilborg Arnarsdóttir fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu Raggagarðs á Súðavík. 16.12.2021 17:46 Hverfið við stokkinn verði gjörbreytt eftir fimm ár Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki. 16.12.2021 15:30 Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola. 16.12.2021 15:16 Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. 16.12.2021 14:42 Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. 16.12.2021 14:41 Tveir grunaðir um að hafa stolið fjölda síma úr búningsklefum Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni tvo karla á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu. 16.12.2021 14:03 Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. 16.12.2021 13:16 Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. 16.12.2021 12:16 „Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 16.12.2021 12:07 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hefur miklar áhyggjur af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins en óvenju margir greindust smitaðir innanlands í gær. 16.12.2021 11:36 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16.12.2021 10:40 „Ásmundur Einar er ekki Guð“ Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. 16.12.2021 10:26 Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents. 16.12.2021 07:14 Aðstoðuðu eftir að rúta lenti utan vegar á Holtavörðuheiði Björgunarsveit á Hvammstanga var kölluð út eftir að rúta með nokkra farþega hafnaði utan vegar á Holtavörðuheiði rétt fyrir miðnætti. 16.12.2021 07:05 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16.12.2021 07:01 Stöðvuðu 16 ára ungmenni með þrjá farþega í óskoðuðum og ótryggðum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt þar sem röng skráningarmerki voru á henni. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins 16 ára gamall og því ökuréttindalaus en þrír farþegar á sama aldri voru með honum í bílnum. 16.12.2021 06:08 Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15.12.2021 23:24 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15.12.2021 21:28 Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. 15.12.2021 21:27 Veiran fjari út á næsta ári Ómíkron-afbrigðið breiðir úr sér hraðar en nokkuð annað afbrigði kórónuveirunnar hingað til. Það gæti í ljósi þess ofkeyrt heilbrigðiskerfið að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Kári Stefánsson spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs. 15.12.2021 21:01 Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. 15.12.2021 20:40 Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. 15.12.2021 20:15 Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 19:24 Óvissustigi á Seyðisfirði aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020. 15.12.2021 19:24 Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. 15.12.2021 19:11 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15.12.2021 19:08 „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15.12.2021 18:47 Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15.12.2021 18:18 Nýtt torg við Tryggvagötu tekið í notkun eftir langa bið Með endurgerð Tryggvagötu hefur orðiði til nýtt torg ivið Tollhúsið þar sem mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur fær nú að njóta sín. Torgið hefur nú formlega verið tekið í notkun eftir nokkurra ára framkvæmdir. 15.12.2021 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 18:00 Fáir fangar mættu til vinnu og náms í dag Fáir fangar mættu til vinnu og náms á Litla hrauni í dag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að unnið sé að því að greina ástæður þess og að brugðist verði við. Aðdragandi jóla reynist erfiður föngum. 15.12.2021 17:58 Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15.12.2021 17:14 María Guðmundsdóttir leikkona er látin María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. 15.12.2021 16:16 Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15.12.2021 14:31 Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. 15.12.2021 14:23 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15.12.2021 14:06 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15.12.2021 14:03 Sjá næstu 50 fréttir
Þrumur og eldingar á Vestfjörðum Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón. 16.12.2021 19:36
Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. 16.12.2021 19:20
Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16.12.2021 19:20
Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. 16.12.2021 19:01
Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16.12.2021 18:45
Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16.12.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að sveitarfélagið Vogar er eina sveitarfélagið á Reykjanesi sem stendur í vegi fyrir lagningu Suðurlínu 2 í loftlínu. Hafin er undirbúningur á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að línan verði lögð í jörð. 16.12.2021 18:01
Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. 16.12.2021 17:53
Raggagarður fær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Vilborg Arnarsdóttir fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu Raggagarðs á Súðavík. 16.12.2021 17:46
Hverfið við stokkinn verði gjörbreytt eftir fimm ár Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki. 16.12.2021 15:30
Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola. 16.12.2021 15:16
Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. 16.12.2021 14:42
Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. 16.12.2021 14:41
Tveir grunaðir um að hafa stolið fjölda síma úr búningsklefum Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni tvo karla á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu. 16.12.2021 14:03
Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. 16.12.2021 13:16
Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. 16.12.2021 12:16
„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 16.12.2021 12:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hefur miklar áhyggjur af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins en óvenju margir greindust smitaðir innanlands í gær. 16.12.2021 11:36
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16.12.2021 10:40
„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. 16.12.2021 10:26
Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents. 16.12.2021 07:14
Aðstoðuðu eftir að rúta lenti utan vegar á Holtavörðuheiði Björgunarsveit á Hvammstanga var kölluð út eftir að rúta með nokkra farþega hafnaði utan vegar á Holtavörðuheiði rétt fyrir miðnætti. 16.12.2021 07:05
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16.12.2021 07:01
Stöðvuðu 16 ára ungmenni með þrjá farþega í óskoðuðum og ótryggðum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt þar sem röng skráningarmerki voru á henni. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins 16 ára gamall og því ökuréttindalaus en þrír farþegar á sama aldri voru með honum í bílnum. 16.12.2021 06:08
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15.12.2021 23:24
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15.12.2021 21:28
Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. 15.12.2021 21:27
Veiran fjari út á næsta ári Ómíkron-afbrigðið breiðir úr sér hraðar en nokkuð annað afbrigði kórónuveirunnar hingað til. Það gæti í ljósi þess ofkeyrt heilbrigðiskerfið að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Kári Stefánsson spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs. 15.12.2021 21:01
Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. 15.12.2021 20:40
Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. 15.12.2021 20:15
Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 19:24
Óvissustigi á Seyðisfirði aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020. 15.12.2021 19:24
Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. 15.12.2021 19:11
Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15.12.2021 19:08
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15.12.2021 18:47
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15.12.2021 18:18
Nýtt torg við Tryggvagötu tekið í notkun eftir langa bið Með endurgerð Tryggvagötu hefur orðiði til nýtt torg ivið Tollhúsið þar sem mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur fær nú að njóta sín. Torgið hefur nú formlega verið tekið í notkun eftir nokkurra ára framkvæmdir. 15.12.2021 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 18:00
Fáir fangar mættu til vinnu og náms í dag Fáir fangar mættu til vinnu og náms á Litla hrauni í dag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að unnið sé að því að greina ástæður þess og að brugðist verði við. Aðdragandi jóla reynist erfiður föngum. 15.12.2021 17:58
Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15.12.2021 17:14
María Guðmundsdóttir leikkona er látin María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. 15.12.2021 16:16
Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15.12.2021 14:31
Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. 15.12.2021 14:23
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15.12.2021 14:06
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15.12.2021 14:03