Fleiri fréttir

Ljósa­bekkja­notkun aldrei mælst minni á Ís­landi

Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við nýjan stjórnarformann Innheimtustofnunar sveitarfélaganna.

Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes

Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 

Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“

„Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu.

130 greindust innan­lands

130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent.

For­stjóri Inn­heimtu­stofnunar í leyfi og stjórninni skipt út

Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september.

Miklar breytingar fram undan

Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast.

Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð.

Landspítalinn tekur við rannsóknum helmings sýna í janúar

Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum upp úr áramótum en mun aðeins greina um helming allra íslenskra sýna fyrsta hálfa árið að minnsta kosti. Hinn helmingurinn verður greindur á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku.

Hætt að senda nýju vega­bréfin heim í pósti

Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár.

Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti

Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. 

Eig­andi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á upp­boð

Stóllinn sem gerði allt vit­laust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á upp­boð á morgun. Fyrr­verandi eig­andi stólsins fannst og bað um að á­góði sölunnar rynni allur til Ljóssins endur­hæfingar­mið­stöðvar fyrir krabba­meinsveika.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi.

Sí­fellt yngri börn sýni kennurum virðingar­leysi

Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 

Sá sem dó var fullbólusettur

Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi.

Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur.

„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða.

Rósa ætlar að halda í bæjar­stjóra­stólinn

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 

Skilur gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar vel

Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta.

Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól

Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. 

Upplýsingar um landsmenn í hættu

Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum.

Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni

Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Syndis sem segir hættu á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum.

147 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Ekið á ellefu ára barn í Kópavogi

Ekið var á 11 ára barn í Kópavogi um klukkan 18 í gær þegar það var að fara yfir götu á gangbraut. Barnið kvartaði um eymsli í hendi og var flutt með sjúkrabifreið á Landspítala. Foreldri þess var þá komið á vettvang.

Sjá næstu 50 fréttir