Fleiri fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin

Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku.

Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti.

Skjálfti af stærðinni 3,2 við Keili

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð um tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili nú á tíunda tímanum. Um er að ræða átjánda skjálftann sem er yfir 3 að stærð í yfirstandandi hrinu.

Festust á inni­skónum á Vaðla­heiði: „Neyðar­línan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“

Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar. 

Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum

Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan.

Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg

Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fráfarandi þingmaður, óttast að stjórnarþingmenn láti pólitíska hagsmuni ráða endanlegri niðurstöðu í Norðvesturkjördæmi. Rætt verður við Rósu Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Hand­tekinn þegar hann sneri aftur á vett­vang glæpsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Bíður enn eftir rétta kaupandanum

Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu.

Tólf ára stúlkan fundin

Tólf ára gömul stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir á Facebook fyrir stuttu er fundin og komin heim til sín. 

Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll

Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing.

Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð

Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu.

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.

Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum

Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður kjósendur afsökunar á brotthvarfi Birgis Þórarinssonar úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. Rætt verður við Sigmund Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Líst ekkert sérlega vel á að kjósa aftur

Fólk er almennt ekki sérlega spennt fyrir uppkosningu þrátt fyrir annmarka á talningu í Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdin þar hefur laskað traust almennings á kosningum ef marka má viðmælendur fréttastofu.

Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson

Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn.

Stöðvuðu hópslags­mál á veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.

For­maður Heim­dallar gagn­rýnir vista­skipti Birgis

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans.

Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið

Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim.

Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá langstærsti á þingi, með sautján þingmenn, eftir að Birgir Þórarinsson gekk til liðs við hann. Ákvörðunin er umdeild en í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir Birgi þurfa að aðlaga sig að málum Sjálfstæðisflokksins. Þá segir þingflokksformaður að ákvörðun Birgis hafi verið hnífstunga í bak kjósenda.

Bjarni Ben býður Birgi vel­kominn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu.

Sakar Birgi Þórarins­son um sjálf­hverfu

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Öflugasti skjálfti við Öskju frá aldamótum

Skjálftinn sem reið yfir í Öskju í morgun er sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá aldamótum. Talið er að skjálftinn tengist kvikuinnskoti því land heldur þar áfram að rísa.

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina

Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“.

Bein útsending: Göngum í takt

Ráðstefnan Göngum í takt, sem er á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar, um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag á milli klukkan 13 og 16.

Pól­verji í átján ára út­­legð frá Ís­landi

Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Birgi Þórarinsson um ákvörðun hans um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar.

Sjá næstu 50 fréttir