Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Við ræðum við hana í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30.

Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ó­lög­legt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ó­lög­legar“

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður.

Til­slakanir í kortunum

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Tómas Guð­bjarts­son skurð­læknir: „Fá­rán­legt“ að senda sjúk­linga utan í að­gerðir sem mætti gera hér á landi utan LSH

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítala (LSH), segir að „borin von“ sé að spítalinn geti sinnt öllum verkefnum sínum miðað við núverandi fjárveitingar og telur að ýmsar valkvæðar aðgerðir, líkt og mjaðma- og hnéskiptaðagerðir, ættu að geta farið fram annarsstaðar en á LSH. Þá gæfist meira svigrúm til að sinna þar sérhæfðari þjónustu.

Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára

Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum.

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Fjórtán greindust smitaðir

Fjórtán greindust smitaði af Covid-19 innanlands í gær. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Hanna Björg fer í framboð

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn

Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum.

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að riða hafi náð að breiðast út í Skagafirði. Riðuveiki greindist á bænum Syðra-Skörðugili í gær og þarf að skera allt féð niður. 

Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé

Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. 

Hraun­kvika rennur á ný í Geldinga­dölum

Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju.

31 greindist smitaður

31 greindist smitaður af Covid-19 hér á landi í gær. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Nítján þeirra sem greindust voru óbólusettir og rúmur helmingur var í sóttkví.

Lögðu mat á stefnu flokkanna í mál­efnum há­lendisins

Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós.

Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum

Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn.

Jón Sigurðsson látinn

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri.

Kona hætt komin í bruna við Týsgötu

Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni.

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun

Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag.

Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú.

Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti

Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni

Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur.

Eyðsla í próf­kjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun

Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 

Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar

„Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum.

Sjá næstu 50 fréttir