Fleiri fréttir

Kópavogsbúar hjóla í nýju fjallahjólabrautina sína
Yfirvöld í Kópavogi fá það óþvegið á Facebook-síðu sinni en íbúar hafa aldrei fyrr séð eins marflata fjallahjólabraut og þeim er boðið uppá. Þeim ofbýður gersamlega.

„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir.

„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa
Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa.

Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri
Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag.

Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst
Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst.

Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag.

Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn
Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi.

Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni
Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður aðaláhersla að sjálfsögðu lögð á kórónuveirufaraldurinn sem nú er í mikilli uppsveiflu hér á landi. Sjötíu og átta greindust með veiruna í gær og 59 þeirra voru utan sóttkvíar.

Leggur til takmarkanir innanlands
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna.

Mikil aukning í innbrotum og eignaspjöllum milli mánaða
Hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu voru 955 í júní samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það er fjölgun frá síðasta mánuði. Tilkynningum um innbrot og eignaspjöll hefur fjölgað mikið en ofbeldisbrotum hefur fækkað.

78 greindust innanlands í gær
Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Svona var 184. upplýsingafundurinn
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.

Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun
Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er.

Hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló: „Orð þeirra og gerðir eru enn hluti af samfélaginu“
„Í dag velti ég fyrir mér hvar þau væru núna, þessi 77 ljós sem slökknuðu fyrir 10 árum, yfirgnæfandi meirihluti táningar. Hvert allir þessir lífsþræðir sem skyndilega og sorglega voru rofnir hefðu legið og hvað þeir hefðu lagt til umhverfis síns, fjölskyldu, samfélags, heimsins.“

Birgir og Erna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum.

Upplýsingafundur verður haldinn klukkan ellefu í dag
Líkt fram kom eftir síðasta upplýsingafund, þá boða almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag, fimmtudaginn 22. júlí.

Eldur í bifreið
Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins.

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar
Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima
Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar.

Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst.

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi
Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Banaslys í Fljótsdal
Kona sem var í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í dag slasaðist og lést hún af völdum áverka sem hún varð fyrir.

Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu
Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu.

„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“
Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn

Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum
Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum.

Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna
Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp.

Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“
Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær.

Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu
Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands.

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg
Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London
Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London.

Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum
Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt.

Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu
Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en fimmtíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19
Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun.

Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku
Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku.

56 greindust innanlands í gær
Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Gylfi sagður neita sök
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi.

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“
Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu
Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið.

Tveir smitaðir á Seyðisfirði þar sem hátíðin LungA fór fram um helgina
Tveir hafa greinst smitaðir á Seyðisfirði síðustu daga en listahátíðin LungA fór fram í bænum um helgina.

Guðlaugur hættir við framboð vegna ákæru en lýsir yfir sakleysi
Guðlaugur Hermannsson verður ekki oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi líkt og stóð til. Hann er einn þeirra átta sem ákærðir voru á dögunum fyrir alvarleg fjársvik. Hann sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun.

Öll sýni neikvæð á Grund
Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð.