Fleiri fréttir

Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt.

Sýknaður af á­kæru um kyn­ferðis­broti gegn barni

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára.

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.

Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice

Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Byrjað verður að aflétta samkomutakmörkunum fyrir sumarið á mánudag þegar fimmtíu mega koma saman. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar og þá ákvörðun að bólusetja ekki lengur eftir aldri innan forgangshópa heldur tilviljanakennt.

VG vill leiða næstu ríkisstjórn

Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur.

Lög­reglan leitar bif­hjóla­níðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar bifhjólaökumanns sem ók á konu á reiðhjóli í Elliðaárdal á fjórða tímanum í gær. Konan var að hjóla á göngustíg norðan Stekkjarbakka beint fyrir neðan Skálará þegar bifhjólamaðurinn ók á hana.

Dæmdir fyrir að slást hvor við annan

Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Ekki lengur bólusett eftir aldri

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 

Bein út­sending: Stefnu­ræða Katrínar á lands­fundi VG

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína á tólfta landsfundi Vinstri grænna klukkan 17:15. Vísir sýnir beint frá fundinum, en hægt er að fylgjast með ræðunni í spilaranum að neðan.

Í farbanni vegna mannslátsins í Kópavogi

Karlmaður á þrítugsaldri verður gert að sæta áframhaldandi farbanni næstu átta vikurnar að kröfu lögreglu. Maðurinn hefur stöðu sakbornings í rannsókn á mannsláti í Vindakór í Kópavogi í byrjun apríl.

Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja

Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum.

Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við forstöðumann sóttvarnahótelalana sem segir mögulega komið að þolmörkum á landamærum þegar kemur að skimun farþega sem hingað koma.

Grunsamlegar mannaferðir og eldur í runna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða og elds í runna. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot og umferðaróhöpp.

Auka­verkanir Jans­sen vekja litla lukku hjá bólu­settum

Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum.

Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi

Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag

Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag.

Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni.

Búast megi við miklum eldum í þessu ástandi

Slökkviliðsstjórinn á Akranesi segir að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í því ástandi sem sé í dag. Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi vegna hættu á gróðureldum.

Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyra­vörð

Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrettán þúsund manns voru bólusett í Laugardalshöll í dag á metdegi. Þriðjungur þjóðarinnar hefur farið í sprautu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og sýnum myndir af röðinni sem náði allt að sex hundruð metra þegar hún var hvað lengst.

Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll

Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni.

Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi

Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa.

Þverárhlíð fær fyrsta slitlagið

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á 8,5 kílómetra kafla um Þverárhlíð í Borgarfirði. Þetta verður í fyrsta sinn sem vegur í sveitinni er lagður bundnu slitlagi, að sögn Valgeirs Ingólfssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi.

Heiðmörk opin en reykingar bannaðar

Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna.

Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða

Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.