Fleiri fréttir

Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna

Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 

Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum

Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning.

Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta

Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 

„Þetta lúrir alltaf yfir“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi á hverjum tíma sífellt í endurskoðun. Núverandi reglur tóku gildi í liðinni viku og gilda til og með 17. mars.

Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi.

Skjálftarnir farnir að þéttast á Trölla­dyngju-Keilis svæðinu

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði.

Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veður­stofunnar hrundi

Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Gunnar Karl Haraldsson er látinn

Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein.

Telur lík­legt að skjálfta­hrinan deyi út á næstu dögum

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku.

„Ein­boðið að næðu þessir flokkar meiri­hluta að þeir haldi á­fram“

„Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands um skjálftahrinuna á Reykjanesi. 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fimm yfir fjórum af stærð.

Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili.

Segir sím­­tal Ás­laugar lykta illa

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að skerpa þurfi á verklagsreglum þegar kemur að samskiptum á milli framkvæmdavaldsins og undirstofnanna. Hún segir símtal dómsmálaráðherra til lögreglustjóra á aðfangadag ekki til þess fallið að auka traust á stjórnmálin.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þá miklu skjálftavirkni sem verið hefur á Reykjanesskaga síðustu daga.

Tíu þúsund skjálftar frá því hrinan hófst á mið­viku­dag

„Það hafa verið rúmlega 700 skjálftar frá miðnætti og það er bara svipað og síðustu nætur. Við vorum að taka saman fjöldann, nú eru skjálftarnir komnir yfir tíu þúsund frá 24. febrúar,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. 

Lokuðu tveimur veitinga­húsum á Akur­eyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum.

Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina

Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna.

Gular við­varanir á vestur­hluta landsins

Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld.

Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum.

Skjálfti upp á 4,7 í nótt

Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 varð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili klukkan 00:19 í nótt. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa borist tilkynningar allt frá Hvolsvelli og upp í Borgarfjörð um að skjálftinn hafi fundist.

Fjórir skjálftar yfir þremur í kvöld

Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum.

Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“

Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur.

Bæna­stund fyrir John Snorra og fé­laga frestað vegna veðurs

Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum.

Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli

Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö.

Segja að ekkert bendi til að eld­gos sé í vændum

Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi.

Sjá næstu 50 fréttir