Fleiri fréttir

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil

Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búist er við að í næstu viku komi fram tímasetningar um hvenær bóluefni Astra Zeneca fær markaðsleyfi í Evrópu að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Þá er von á þúsund skömmtum af fyrsta skammti bóluefnis Moderna til landsins á næstu dögum.

Þrír greindust innanlands í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Ógnaði manni með skærum í Kópavogi

Alls voru níutíu mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Sex voru jafnframt vistaðir í fangaklefum samkvæmt dagbók lögreglu.

Varð­skipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonsku­veðri

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Gætu þurft að opna fleiri far­sóttar­hús vegna mikillar fjölgunar

Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst.

Bjart­sýnn á að bólu­setningu verði lokið hér á landi í sumar

Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni.

Farið í yfir 60 verk­efni í af­taka­veðri á Austur­landi

Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins.

Önnur lönd tilkynna um andlát aldraðra eftir bólusetningar

Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Þetta er sjötta alvarlega tilkynningin sem stofnunin fær vegna bólusetningarinnar. Forstjóri stofnunarinnar segir að sambærilegar tilkynningar hafi komið upp í nágrannalöndum okkar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Um er að ræða sjöttu alvarlegu tilkynninguna sem stofnunin fær í kjölfar bólusetninga. Við ræðum við forstjóra Lyfjastofnunar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem segir sambærilegar tilkynningar hafa komið upp í nágrannalöndum.

Réðust á og rændu skutlara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt.

Á­hyggju­efni hve mikið smituðum hefur fjölgað

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví.

Var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir langan sakaferil og mörg nýleg brot

Verjandi manns sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær segir að skjólstæðingur sinn hafi tekið ákvörðun um næstu skref en vilji ekki gefa upp hver hún sé á þessari stundu. Þá hefur ekki komið fram hvort ríkissaksóknari hyggst áfrýja málinu til Landsréttar eður ei.  

Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili.

„Hér er snarvitlaust veður“

Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað.

Óttast að fuglaflensa berist til Íslands

Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við meðal annars um vont veður á stórum hluta landsins og farþegaflugvél frá Indónesíu sem horfinn er af radarmælum. 

Tíu greindust innanlands í gær

Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is.

Ekkert ferða­veður á Austur­landi í dag

Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti.

Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata.

Maðurinn var stór­hættu­legur og kerfið brást

Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns, heimilt verður að bjóða upp á hópatíma á líkamsræktarstöðvum og fleiri mega sækja menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið. Reglurnar taka gildi í næstu viku með fyrirvara um breytingar á faraldrinum hér á landi.

Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú

Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk.

Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech

Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu.

Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen

Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna

Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður.

Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins

Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun.

Gunnar Þormar er látinn

Gunnar Þormar, tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látinn. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. janúar.  

Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum

Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum.

Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku

Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir