Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við segja frá nýjustu fréttum frá hamfarasvæðunum í norska bænum Ask þar sem leirskriður féllu á miðvikudag. Björgunarstarf hélt áfram í dag við erfiðar aðstæður þar sem áfram er talin hætta á frekari skriðum.

Skyndi­hlýnun í austri vís­bending um ró­legri vetur á Ís­landi

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga.

Slys á Sólheimajökli

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til í dag vegna slyss við Sólheimajökul.

„Hillir undir það að þetta muni klárast“

Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin.

Enginn greindist með veiruna í gær

Enginn greindist með covid-19 innanlands síðasta sólarhringinn enda var engin skipulögð sýnataka í gær, nýársdag. Enginn greindist heldur með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum. Viðbúið er að nýjar tölur yfir fjölda smitaðra muni liggja fyrir á morgun.

Ákveðin sunnanátt víða um land

Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, en helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og hlýnar smám sman í veðri.

Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi

„Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga.

„Bara smá tilfinning og búið“

Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum.

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni. Við ræðum við Rögnvald Ólafsson, yfirlögregluþjón í fréttum okkar klukkan hálf sjö.

Þessi fjór­tán hlutu fálka­orðuna á Bessa­stöðum í dag

Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari.

Reyndi að brjótast inn hjá Gil­bert úr­smið

Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott.

Vöknuðu við rúðurnar springa

Talsverður eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvö voru sofandi í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en vöknuðu þegar rúður sprungu vegna hita og komust óhult út, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Möguleg lausn að banna stórar skotkökur

Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Í hádegisfréttatíma Bylgjunnar ræðum við við Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttökunni.

Þrír greindust innanlands

Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir hinna smituðu voru í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum.

Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins

Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni. 

Eftir­lýstur maður gaf sig fram á ný­árs­nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa liðna nýársnótt ef marka má dagbókarfærslu hennar sem send var fjölmiðlum. Talsvert var um ölvunarakstur og hávaðakvartanir, samkvæmt lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir