Fleiri fréttir

„Menn hljóta að sjá hversu al­var­legt á­stand þetta er“

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður Vinstri grænna, telur að fyrsta markmið stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum eigi að vera að vernda líf og heilsu fólks. Hann telur augljóst hversu alvarleg staða er uppi í heilbrigðiskerfinu.

Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið

Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 

Milljón fyrir hvern mánuð í gæslu­varð­haldi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017.

Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember

Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða.

Undir­búningur að bólu­setningu að hefjast

Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni.

Ekki alveg sammála um þurrkarann

Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara.

Stefnir í milljarða kostnað vegna Kýótó

Íslendingum hefur ekki tekist að standa við skuldbindingar sínar í Kýótóbókuninni en því tímabili lýkur um áramótin þegar nýtt tímabil, kennt við Parísarsamkomulagið, tekur við.

Lita­kóða­kerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd

Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga.

Ógnvænleg fjölgun ofbeldisbrota gegn konum

Forsætisráðherra segir ofbeldisglæpum gegn konum hafa fjölgað á ógnvænlegan hátt í faraldrinum. Rætt var um heimilisofbeldi á fundi heimsráðs kvenna í leiðtogastöðum í dag.

„Eins og veikindin séu ekki nóg"

Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar.

Fróaði sér fyrir utan sól­baðs­stofu

Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári.

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk

Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir