Innlent

Stefnir í milljarða kostnað vegna Kýótó

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.  Vísir/:Vilhelm Gunnarsson

Íslendingum hefur ekki tekist að standa við skuldbindingar sínar í Kýótóbókuninni en því tímabili lýkur um áramótin þegar nýtt tímabil, kennt við Parísarsamkomulagið, tekur við.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og þar segir að samkvæmt mati Umhverfisstofnunar stefni í að Ísland þurfi að kaupa heimildir sem svari til um fjórum milljónum CO2-ígildistonna. Í blaðinu er fullyrt að sá kostnaður hlaupi á milljörðum króna.

Rætt er við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra sem segir að ástæða þessa sé sú að fyrri ríkisstjórnir hafi ekki fjármagnað áætlanir sínar auk þess sem þær hafi ekki verið nægilega öflugar. Afleiðingar þessa séu nú að raungerast. Guðmundur segir að hvorki hafi verið hugað að því að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda né né staðið við áform um að efla skógrækt og landgræðslu, sem hefði komið til frádráttar skuldbindingum um að draga úr losun.

Staðan lengi verið ljós

Þá er bent á það í blaðinu að þrátt fyrir að þessi staða hafi lengi legið fyrir, þá hafi Ísland enn ekki fjárfest í losunarheimildum, líkt og mörg önnur ríki hafa gert. Nú hefur verið skipaður starfshópur til að vinna að lausn málsins, en til greina kemur að fjárfesta í svokölluðum CER-heimildum sem snúa að fjármögnun loftslagsvænna verkefna í þróunarríkjum, að því er segir í blaðinu.


Tengdar fréttir

Á leiðinni frá Kyoto til Parísar

Árið 2018 komu fyrst fram yfirlýsingar stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir 2018 – 2030 er ekki aðeins gert ráð fyrir að skuldbindandi markmiðum Íslands verði náð heldur stefnt að enn betri árangri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.