Fleiri fréttir

„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“

Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll.

Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum

Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna lýsti yfir sigri í nótt. Fráfarandi forseti landsins Donald Trump heldur ásökunum um kosningasvik til streitu án sannana og hefur ekki enn óskað verðandi forseta til hamingju með sigurinn og þannig viðurkennt ósigur sinn.

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra

Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins.

Þriðji grunnskólinn byggður á Selfossi

Fyrsti áfangi nýs grunnskóla á Selfossi verður tekin í notkun næsta haust. Skólinn hefur fengið nafnið Stekkjaskóli. Í skólanum verður einnig leikskóli og tónlistarskóli.

Snörp og ó­venju­leg skjálfta­hrina í Eyja­firði

Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember.

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi.

Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu

Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það. Ljósmyndir, sem teknar voru í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu.

Vann 51 milljón

Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann tæpar 51 milljón króna í sinn hlut.

400 grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk

Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær. Útivistarmaður sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn tilkynnti lögreglu um sérkennilegan hlut sem varð á vegi hans á göngunni.

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Tuttugu og fimm greindust innan­lands

Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir.

Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar

Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“

Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera.

Drógu bíl upp úr Rauðavatni

Bíl var ekið út í Rauðavatn síðdegis í dag og dreginn á land nokkru síðar. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.

Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði

Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu.

Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði

Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar.

Sjá næstu 50 fréttir