Fleiri fréttir

Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring

Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Skoða hvort lögreglumaður verði sendur í leyfi

Til skoðunar er hvort einn lögreglumaður verðir sendur í leyfi á meðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintu ofbeldi við handtöku er í gangi. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. 

Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda

Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband.

Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur

Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forskot Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Pennsylvaníu heldur áfram að minnka eftir því sem lokaatkvæðin eru talin. Fjallað verður áfram um kosningarnar í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Höfuðborgarbúar tryggi lausamuni

„Á flestum svæðum á landinu hefur verið hvasst nýlega þannig að það þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af lausamunum þar en á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki blásið svona síðan í september þannig að maður hefur alveg á tilfinningunni að þar þurfi að tryggja lausamuni fyrir veturinn.“

Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19

Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala.

Einn til viðbótar smitaður í Hvassaleiti

Einn íbúi greindist með Covid-19 í skimun hjá 50 íbúum Hvassaleitis 56-58 í fyrradag. Ráðist var í skimunina eftir að átta einstaklingar, sex íbúar og tveir starfsmenn, smituðust í hópsýkingu í húsinu.

Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu.

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði

Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.

Kvennahrellir sleppur við gæslu

Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila.

Sjá næstu 50 fréttir