Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 12:15 Skera þarf niður á sjöunda hundrað fjár að Stóru-Ökrum í dag. Vísir/Tryggvi Páll Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23