Fleiri fréttir

Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra

Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs.

Brjóstaskimanir gætu fallið niður í fjóra mánuði

Krabbameinsfélag Íslands varar við því að skimun fyrir brjóstakrabbameini gæti fallið niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum vegna ákvörðun ráðherra um að færa skimunina til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.

Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna

Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna.

Skjálftavirkni við Hveragerði

Mælar Veðurstofunnar hafa numið fjóra jarðskjálfta með upptök skammt norð-austur af Hveragerði það sem af er degi.

Vísa deilu fjögurra BHM-félaga til sáttasemjara

Fjögur aðilarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa vísað kjaradeildu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tæpt ár án árangurs.

Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku

Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar.

Tripical-deilan komin á borð lögmanna

Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál.

Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða

Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Lögreglunni á Norðurlandi Vestra hefur borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð.

Ólafur William Hand sýknaður fyrir Lands­rétti

Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti.

Hjúkrunar­fræðingar sam­þykkja verk­falls­að­gerðir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi.

Fimm­tán prósenta sam­dráttur hjá Vogi vegna tekju­brests

Sjúkrahúsið Vogur hefur þurft að draga úr meðferðarplássum um fimmtán prósent vegna tekjuskorts. Verulega þurfti að draga úr meðferðarplássum frá miðjum mars þar til í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins og er biðtími fyrir suma allt að margir mánuðir.

Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit

Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna.

Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980

Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að slæmt kólesteról, það er kólesteról sem eftir er þegar svokallað góða HDL kólesterólið hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum.

Tripi­cal mun ekki endur­greiða nem­endum MA vegna út­skriftar­ferðar

Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing.

Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu.

Laganna vörður hafði betur gegn Verði

Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók.

Snjó­þekja á Fjarðar­heiði

Snjóþekja er nú á Fjarðarheiði og er þar unnið að hreinsun. Sömuleiðis eru hálkublettir víða á Austurlandi og Norðausturlandi.

Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel

Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild

Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.