Fleiri fréttir

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

„Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola.

Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn

Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma

Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins

Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið.

Rof í geð­læknis­með­ferðum vegna heims­far­aldursins

Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði.

Sundköppum vísað frá affallinu stórhættulega

Lögreglan á Suðurnesjum fylgdi í gærkvöldi fjórum sundköppum frá útfallinu við Reykjanesvirkjun þar sem þeir voru að baða sig. Stórhættulegt getur verið að baða sig í útfallinu, líkt og komið hefur fram í fréttum.

Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs.

Aðeins tvö virk smit eftir í landinu

Tveir eru nú eftir í einangrun vegna kórónuveirusmits á Íslandi samkvæmt opinberum tölum. Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1.804.

Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi

Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti.

Milljónirnar öruggari hjá mömmu en í bankanum

Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að rúmar tvær milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi.

Slasaðist þegar heitt vatn streymdi yfir Aðalstræti

Heitt vatn streymdi úr lögn við Aðalstræti og Fischersund í Reykjavík og út á götu í dag. Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu á lögnunum stóð yfir þegar loki gaf sig og vatnið streymdi út.

Segir upp­byggingu hernaðar­mann­virkja á Suður­nesjum „kross­ferð ein­stakra þing­manna Sjálf­stæðis­flokksins“

„Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsmaður í skóla í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.

„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“

Stefnt að opnun aðstöðunnar við ylströndina í vikunni. Deildarstjóri segir ekki um tilmæli sóttvarnalæknis að ræða. Ástæða lokunarinnar sé afar einföld. 

Könnun MMR: Píratar á siglingu

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5 prósent í nýrri könnun MMR, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun sem gerð var í upphafi maímánaðar.

Þróttur gæti verið farinn úr veirunni

Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Hætta skipu­lagðri leit að skip­verjanum á Vopna­firði

Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi.

Sjá næstu 50 fréttir