Fleiri fréttir

Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex fyrrverandi starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna.

Bein útsending: Menntun fyrir störf framtíðarinnar
Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum?

„Það verða gengnar fjörur í allan dag ef þörf er á“
Björgunarsveitir munu nú klukkan níu halda áfram leit að skipverja sem talið er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi á leið til hafnar í Vopnafirði í gær.

Eldur kviknaði út frá uppþvottavél
Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í fjölbýlishúsi í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun
Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær.

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun
Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.

Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.

Leit að skipverjanum stendur enn yfir
Sveitir Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði leita enn að skipverjanum sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar fyrr í dag.

„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“
Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði.

Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun.

„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“
Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010.

„Á meðan við erum hér og á meðan við erum að vinna þá er von“
Samningaviðræður milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair standa enn yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara en ríkissáttasemjari segir viðfangsefnið bæði erfitt og flókið

Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“
Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp.

Sjómanns saknað af fiskiskipi: Þyrla með fimm kafara send á Vopnafjörð
Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GRO lenti nú um klukkan sjö á Vopnafirði með fimm kafara úr séraðgerðasveit, vegna leitar að sjómanni sem saknað var eftir að skipið kom til Vopnafjarðar.

Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu.

Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel
„Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni.“

Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í karlmann til greiðslu 800.000 króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni.

Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní.

Bjóða fólki að læra nýsköpun á netinu
Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu.

Umferðin að færast í sama horf og fyrir faraldur
Í síðustu viku nálgaðist umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög þá umferð sem var á sama tíma fyrir ári. Tölur frá Vegagerðinni gefa þetta til kynna.

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og nauðgunarmál fellt niður
Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni.

Brynjar leggur fram fyrirspurn um fyrirspurnir Björns Levís
Brynjar Níelsson vill fá að vita hver kostnaðurinn er við fyrirspurnir frá Pírötum.

Stefán ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi
Ráðið hefur verið í tvær forstöðumannastöður á Reykjalundi að undanförnu eftir ólgu síðustu mánaða.

Mælir með því að fólk haldi sig við reglubundna bólfélaga
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er frekar á því að Íslendingar, sem og aðrir, eigi að halda sig við sína reglubundnu bólfélaga um þessar mundir.

Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands

Svona var sjötugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14 í dag.

Fimm dagar í röð án nýs smits
Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, fimmta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni
Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni.

Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti.

Boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair
Boðað hefur verið til formlegs fundar í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag.

Læra mjög hratt hvernig eigi að glíma við Kawasaki-líka sjúkdóminn í kjölfar „skrambans“ veirunnar
Læknar víða um heim fylgjast grannt með framgangi sjúkdóms sem svipar til Kawasaki-sjúkdómsins og læra mjög hratt hvernig best sé að bregðast við einkennum hans

Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit.

Ferðamenn vörðu 109 milljörðum á hótelum og veitingastöðum í fyrra
Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019, þar af vörðu þeir um 109 milljörðum króna í veitinga- og gistiþjónustu.

Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu.

Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg lokað
Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefur verið lokað.

Blíðviðrið heldur áfram
Blíðviðrið sem verið hefur síðustu daga heldur áfram víðast hvar á landinu í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ
Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar.

Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu
„Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata.

Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil
Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag.

Sinubruni lagði náttúruperlu í Grafarholti í hættu
Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang.

Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga
Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum.

Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu.

Mikill eldur kom upp í bíl á Svínvetningabraut
Út frá eldinum í bílnum kviknaði svo í sinu. Slökkvistarf gekk vel.