

Ísland er þriðja heimsríki þegar kemur að netöryggi.
Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær.
Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.
Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.
Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár.
Fyrstu svörtu kalkúnarnir á Íslandi eru nú komnir í ræktun í Þykkvabæ. Eigandi fuglanna er Júlíus Már Baldvinsson.
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur.
Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um málefni Reykjalundar.
Um helmingur þeirra sem slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut í gær hafa verið útskrifaðir af slysadeild. Tíu voru fluttir með sjúkrabílum til aðhlynningar á sjúkrahúsi.
Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag.
Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs.
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum.
Kynjaþing fer nú fram í Norræna húsinu. Fylgjast má með þinginu í beinni útsendingu á Vísi.
Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi.
Það verður líf og fjör á Hvolsvelli í dag því þar fer fram landbúnaðar og fjölskyldusýningin „Hey bóndi.“
Reiknivélin gerir fólki kleift að bera kolefnisspor sitt saman við spor meðal Íslendings.
Fjármál Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir 1,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstofunnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 prósent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá.
Íslendingar þurfa að hugsa til langs tíma þegar kemur að erlendu vinnuafli, segir sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Aðlögun sé lykilatriði. Staðan á Íslandi sé hins vegar að mörgu leyti góð hvað snertir alþjóðlegan samanburð.
Foreldrar þolanda brota Þorsteins Halldórssonar lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð sonar síns og aðgerðaleysi lögreglu og barnaverndar um langt skeið. Þau gagnrýna að nú sé hann í opnu úrræði á Sogni.
Fremur kalt verður í dag en spáð er að hiti verði á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost verður norðanlands.
Ökumaðurinn sem um ræðir var á stolinni bifreið og hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
Íslenska óperan og söngvarar í Brúðkaupi Fígarós deila um kaup og kjör þótt sýningum á verkinu sé lokið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segist vongóð um lausn á deilunni. Hún sé að einhverju leyti byggð á misskilningi.
Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið.
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar.
Heilsa Mikilvægt er að þeir sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum forðist að meðhöndla matvæli í tvo sólarhringa eftir að einkenni niðurgangspestar hverfa.
Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur.
Ekkert verður af því að kirkjuráð opni bréf frá séra Þóri Stephensen ári eftir andlát hans. Kirkjuráð kom saman á fundi í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hið rétta í stöðunni væri að endursenda bréfið.
Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar snúa að yfirmönnum og fela óhjákvæmilega í sér einhverjar hagræðingar. Þetta segir dómsmálaráðherra. Þess fyrir utan ættu almenn störf ekki að ekki að tapast.
Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið.
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út.
Skot hlaut úr byssu rjúpnaskyttu á sjötugsaldri og hæfði hann í fótinn.
Íbúar í Reykjanesbæ eru sagðir mega búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld.
Einn er talinn alvarlega slasaður en tíu voru fluttir á slysadeild.
Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi.
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segist vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt.
Maður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu en upphaflegu dómur yfir honum var mildaður vegna tafa sem urðu hjá héraðssaksóknara eftir að rannsókn lögreglu var lokið.
Sprengjueyðing í Njarðvík, alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut og tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld.
Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang.
Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti.
Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.
Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi.